Lög banna framsal íslenskra ríkisborgara sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Lögreglan í San Bernardino hefur handtekið viðskiptafélaga Alfreðs. Mynd/Saksóknari í San Bernadino Alfreð Clausen, sem ákærður hefur verið í Bandaríkjunum fyrir fjársvik að upphæð sem nemur um sex milljörðum króna, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Íslensk lög banna framsal íslenskra ríkisborgara. Í lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir í annarri grein að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara. Í gildi er tvíhliða framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1902. Það sé ekki skilyrði samkvæmt íslenskum lögum að til staðar sé framsalssamningur milli ríkja til þess að framsal geti farið fram en slíkt fer einnig eftir reglum þess lands sem framsalsbeiðni kemur frá. Lögmaður Alfreðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni lýsir Alfreð sig saklausan af þeim sökum sem á hann eru bornar og lítur svo á að hann sé hugsanlega vitni í málinu en ekki sakborningur. Sá skilningur kemur ekki fram í ákæru, sem gefin var út þann 5. mars. Þar kemur fram að Alfreð er ákærður í 74 liðum. Er Alfreð, ásamt tveimur viðskiptafélögum hans, ákærður fyrir fjársvik, þjófnað og peningaþvætti.Vilhjálmur H. VilhjálmssonVilhjálmur segir umbjóðanda sinn telja að óeðlilega hart sé tekið á þessu máli. „Umbjóðandi minn telur að allt of hátt sé reitt til höggs í ákærunni og bendir í því sambandi á að saksóknari San Bernardino-sýslu sé í miðri kosningabaráttu og sækist eftir því að verða dómsmálaráðherra í Kaliforníufylki. Það kunni að skýra þetta offors ákæruvaldsins í málinu að hann sé kominn í kosningabaráttu,“ segir Vilhjálmur. Alfreð mun ekki fara til Bandaríkjanna að sinni en segist ekki vera í felum. Hann sé íslenskur ríkisborgari og hafi verið búsettur hér síðan síðasta haust og hafi aldrei verið boðaður í skýrslutöku hjá lögregluyfirvöldum ytra. Samkvæmt yfirlýsingu er Alfreð boðinn og búinn að ræða við íslensk lögregluyfirvöld sem og bandarísk hér á landi. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa saksóknaraembættisins í San Bernardino-sýslu getur saksóknari ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna hefur borist embættinu frá Íslandi vegna málsins. Viðskiptafélagar Alfreðs, þeir Joshua Cobb og Stephen Siringoringo, voru handteknir vegna málsins þann 5. mars síðastliðinn. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Alfreð Clausen, sem ákærður hefur verið í Bandaríkjunum fyrir fjársvik að upphæð sem nemur um sex milljörðum króna, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Íslensk lög banna framsal íslenskra ríkisborgara. Í lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir í annarri grein að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara. Í gildi er tvíhliða framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1902. Það sé ekki skilyrði samkvæmt íslenskum lögum að til staðar sé framsalssamningur milli ríkja til þess að framsal geti farið fram en slíkt fer einnig eftir reglum þess lands sem framsalsbeiðni kemur frá. Lögmaður Alfreðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni lýsir Alfreð sig saklausan af þeim sökum sem á hann eru bornar og lítur svo á að hann sé hugsanlega vitni í málinu en ekki sakborningur. Sá skilningur kemur ekki fram í ákæru, sem gefin var út þann 5. mars. Þar kemur fram að Alfreð er ákærður í 74 liðum. Er Alfreð, ásamt tveimur viðskiptafélögum hans, ákærður fyrir fjársvik, þjófnað og peningaþvætti.Vilhjálmur H. VilhjálmssonVilhjálmur segir umbjóðanda sinn telja að óeðlilega hart sé tekið á þessu máli. „Umbjóðandi minn telur að allt of hátt sé reitt til höggs í ákærunni og bendir í því sambandi á að saksóknari San Bernardino-sýslu sé í miðri kosningabaráttu og sækist eftir því að verða dómsmálaráðherra í Kaliforníufylki. Það kunni að skýra þetta offors ákæruvaldsins í málinu að hann sé kominn í kosningabaráttu,“ segir Vilhjálmur. Alfreð mun ekki fara til Bandaríkjanna að sinni en segist ekki vera í felum. Hann sé íslenskur ríkisborgari og hafi verið búsettur hér síðan síðasta haust og hafi aldrei verið boðaður í skýrslutöku hjá lögregluyfirvöldum ytra. Samkvæmt yfirlýsingu er Alfreð boðinn og búinn að ræða við íslensk lögregluyfirvöld sem og bandarísk hér á landi. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa saksóknaraembættisins í San Bernardino-sýslu getur saksóknari ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna hefur borist embættinu frá Íslandi vegna málsins. Viðskiptafélagar Alfreðs, þeir Joshua Cobb og Stephen Siringoringo, voru handteknir vegna málsins þann 5. mars síðastliðinn.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“