Fjöldi MP bankamanna í haftanefnd veldur titringi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Gagnrýnt hefur verið hve margir fulltrúar í framkvæmdahóp um losun gjaldeyrishafta koma úr MP banka. Þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta hafa verið yfirmenn í MP banka. Þetta hefur valdið titringi í öðrum fjármálastofnunum og vakið spurningar um hvort heilbrigt sé að sækja í sama brunninn eftir ráðgjöfum. Fjármálaeftirlitið (FME) er meðvitað um málið. „Okkur er kunnugt um þetta mál. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur,“ segir Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan fjármálageirans setja margir spurningarmerki við þessa staðreynd. Bæði geti það veitt þrengri sýn en æskilegt væri á losun gjaldeyrishaftanna að svo margir starfsmenn komi úr sama bankanum, sem er mjög smár á íslenskan mælikvarða. Einnig geti það gefið vangaveltum um að ekki sitji allar fjármálastofnanir við sama borð byr undir báða vængi. Þá er bent á að slitastjórn Glitnis gerði samning við fyrirtækjaráðgjöf MP banka varðandi nauðasamninga Glitnis. „Þetta eru óheppileg tengsl, að svo margir nefndarmenn komi frá einu fjármálafyrirtæki. Ég hef orðið þess var að þetta hefur þegar vakið spurningar á markaði og mikilvægt að menn eyði öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Bankamenn sem Fréttablaðið ræddi við töldu málið fyrst og fremst vekja spurningar. Ganga yrði út frá því að allt væri í lagi varðandi skýr skil á milli starfa fyrir hópinn og starfa fyrir MP banka. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir mikilvægt að þeir sem komi að þessari vinnu hafi þá þekkingu sem til þarf og séu ekki að vinna fyrir slitastjórnir á öðrum vettvangi. „Það er vissulega mikilvægt að það sé ekki vantraust í þessum efnum.“ Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta hafa verið yfirmenn í MP banka. Þetta hefur valdið titringi í öðrum fjármálastofnunum og vakið spurningar um hvort heilbrigt sé að sækja í sama brunninn eftir ráðgjöfum. Fjármálaeftirlitið (FME) er meðvitað um málið. „Okkur er kunnugt um þetta mál. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur,“ segir Sigurður G. Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan fjármálageirans setja margir spurningarmerki við þessa staðreynd. Bæði geti það veitt þrengri sýn en æskilegt væri á losun gjaldeyrishaftanna að svo margir starfsmenn komi úr sama bankanum, sem er mjög smár á íslenskan mælikvarða. Einnig geti það gefið vangaveltum um að ekki sitji allar fjármálastofnanir við sama borð byr undir báða vængi. Þá er bent á að slitastjórn Glitnis gerði samning við fyrirtækjaráðgjöf MP banka varðandi nauðasamninga Glitnis. „Þetta eru óheppileg tengsl, að svo margir nefndarmenn komi frá einu fjármálafyrirtæki. Ég hef orðið þess var að þetta hefur þegar vakið spurningar á markaði og mikilvægt að menn eyði öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Bankamenn sem Fréttablaðið ræddi við töldu málið fyrst og fremst vekja spurningar. Ganga yrði út frá því að allt væri í lagi varðandi skýr skil á milli starfa fyrir hópinn og starfa fyrir MP banka. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir mikilvægt að þeir sem komi að þessari vinnu hafi þá þekkingu sem til þarf og séu ekki að vinna fyrir slitastjórnir á öðrum vettvangi. „Það er vissulega mikilvægt að það sé ekki vantraust í þessum efnum.“
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira