Maður getur ekki verið allra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2015 06:00 Geir fékk fína kosningu og mun halda áfram að vinna að sömu málum fyrir KSÍ og undanfarin ár. fréttablaðið/anton Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira