Innlent

Tæplega þrír fjórðu virkir á atvinnumarkaði eftir útskrift

Óli Kristján Ármannsson skrifar
VIRK er sjálfseignarstofnun sem ASÍ og SA stofnuðu í maí 2008, en í ársbyrjun 2009 var svo gerð ný stofnskrá með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði.
VIRK er sjálfseignarstofnun sem ASÍ og SA stofnuðu í maí 2008, en í ársbyrjun 2009 var svo gerð ný stofnskrá með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Fréttablaðið/GVA
Frá stofnun VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs hafa 3.800 einstaklingar, af þeim 7.700 sem til sjóðsins hafa leitað, „útskrifast“ eða lokið þjónustu frá sjóðnum.

Fram kemur á vef sjóðsins að við útskrift hafi 74 prósent þeirra verið virk á vinnumarkaði.

Þessir tæplega þrír fjórðu útskrifaðra hafi þá ýmist farið beint í launað starf, virka atvinnuleit eða í lánshæft nám. Þá komi fram í þjónustukönnun VIRK að 77 prósent svarenda telji í lok þjónustu að hvatning ráðgjafa VIRK hafi styrkt fyrirætlun þeirra um að snúa aftur til vinnu.

Í lok síðasta árs notuðu um 2.400 einstaklingar þjónustu VIRK. Á árinu komu 1.783 nýir inn, samkvæmt upplýsingum sjóðsins, tæpum níu prósentum fleiri en 2013 þegar 1.639 einstaklingar leituðu til VIRK.

„1.066 einstaklingar luku þjónustu 2014, um 18,5 prósent fleiri en 2013 en þá útskrifuðust 899,“ segir á vef VIRK.

Þar segir jafnframt að vísbendingar séu um að aðsókn að VIRK gæti verið að ná jafnvægi eftir mikinn vöxt undanfarin ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×