Flutningur hefur ekki áhrif á innlenda framleiðslu Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 09:00 Promens á Dalvík Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira
Flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins Promens úr landi mun ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið sem var í eigu Framtakssjóðs Íslands og Landsbankans hefur verið selt erlendu fyrirtæki. Promens er stór vinnustaður á Dalvík, sem áður hét Sæplast. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir fyrirtækið áfram verða stóran hluta af atvinnulífi í bænum og að ekkert fararsnið sé á verksmiðjunni.„Ég heyrði af mögulegum flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins seint í haust. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá verða engar breytingar á innlendri starfsemi fyrirtækisins. Stutt er síðan þeir stækkuðu við sig hér á Dalvík og tóku í notkun nýjan ofn í framleiðsluna. Þannig að það er frekar sóknarhugur í fyrirtækinu hér,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum. Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins er tilkominn vegna þess að Seðlabankinn hafnaði beiðni fyrirtækisins um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra um afstöðu hans á þingi í gær. Sagði Árni þekkingarfyrirtæki flytja unnvörpum úr landi vegna gjaldeyrishafta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að fyrirtækið hefði verið selt í nóvember síðastliðnum og viljað fá afslátt af gjaldeyri til að nota til fjárfestinga erlendis. Þessar upplýsingar hefði hann fengið í samtali við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már segir fyrirtækið hafa viljað kaupa gjaldeyri á afslætti, fram hjá gjaldeyrisútboði Seðlabankans, fyrir nokkra milljarða króna. „Seðlabankinn hefur ekki veitt slíkar undanþágur. Hins vegar get ég ekki tjáð mig um einstaka viðskiptavini bankans,“ segir Már. Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Telur Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, þetta dæmi um alvarlegar afleiðingar fjármagnshaftanna. Fleiri fyrirtæki íhugi einnig að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur tekið í sama streng. Afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira