Líklegt að öllum tilboðum verði hafnað Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 ST. Jósefsspítali. Þar hefur engin starfsemi verið um nokkra hríð og hafa Hafnfirðingar barist fyrir því að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir lágt tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur ólíklegt að gengið verði að 85 milljóna króna tilboði í eignina. Hæsta tilboð sem barst í húsnæðið hljóðaði upp á 85 milljónir króna sem er langt undir fasteignamati hússins. Sjúkrahúsið er í sölumeðferð hjá Ríkiskaupum og var hæsta tilboð frá fyrirtækinu Stofnási ehf., sem hefur áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða íbúðir. St. Jósefsspítali er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta hlut í eigninni á móti 85 prósentum ríkisins. Fasteignamat húsnæðisins hljóðar upp á 382 milljónir króna og því er hæsta boð í húsnæðið langt undir því eða um fjórðungur af fasteignamati. Haraldur segir gott að vita hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina en telur ólíklegt að gengið verði að þessu tilboði. „Upphæð hæsta tilboðsins kom mér ekki á óvart, ég verð að viðurkenna það. Ég átti von á því að hæsta tilboð yrði einhvers staðar undir hundrað milljónum. Það var vilji ríkisins að fara þessa leið og nú vitum við hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsið,“ segir hann.Haraldur Líndal HAraldsson bæjarstjóri HafnarfjarðarGunnar Gunnarsson, eigandi Stofnáss ehf., sem átti hæsta tilboðið í fasteignina, telur að það þurfi að breyta húsnæðinu fyrir um 200 milljónir til að koma því í gang. „Það er útséð um það að heilsutengd starfsemi verði í húsinu. Menn hafa reynt það. Ég bauð í húsnæðið með fyrirvara um breytingu á starfsemi í húsinu,“ segir Gunnar. Hann telur ólíklegt að boði sínu verði tekið. „Ég á frekar von á því að öllum tilboðum verði hafnað.“ Hugmyndir hæstbjóðanda eru að breyta húsnæðinu í íbúðir eða hótel. Haraldur vill ekki tjá sig um þær hugmyndir að svo stöddu, „Bæjarstjórn mun fjalla um málið á miðvikudaginn næstkomandi. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar hugmyndir munu ekki hugnast mörgum, til að mynda hagsmunasamtökum St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu tilboði verði ekki tekið og húsið sett aftur í söluferli.“ Hollvinasamtök St. Jósefsspítala lögðu í haust blessun sína yfir söluferli hússins með þeim kvöðum að við mat á tilboðum væri heimilt að horfa til þess hvort starfsemi í húsinu til framtíðar tengdist heilbrigðisþjónustu.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira