Neita að hafa slitið sæstreng og saka Neyðarlínuna um hryðjuverk Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2015 07:00 Á rækjuveiðum í Arnarfirði. Mynd/Jón Páll Jakobsson „Fyrir okkur sjómenn er bara eitt orð að segja um þessar aðgerðir og það er umhverfishryðjuverk,“ segir Sigurður Þórðarson rækjusjómaður um sæstrengsmálið í Arnafirði. Neyðarlínan lagði í fyrrasumar sæstreng yfir Arnarfjörð til að flytja rafmagn fyrir fjarskiptabúnað á Laugabólsfjalli. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins sem slitnaði síðan í fyrrahaust. Neyðarlínan og Orkubúið kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu vegna málsins. Strengurinn kostaði 17 milljónir og er sagður ónýtur. Sigurður er stýrimaður á einum þeirra báta sem talið er að hafi togað yfir sæstrenginn en er þó ekki einn þeirra sem voru kærðir.Jón Páll Jakobsson.Meiðandi, segir kærður skipstjóriJón Páll Jakobsson, einn skipstjóranna þriggja sem kærðir voru vegna sæstrengsins, segir ummæli Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, vera meiðandi.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Þórhallur og Kristján Haraldsson orkubússtjóri teldu skipstjórana hafa tekið lögin í sínar hendur og vísvitandi slitið strenginn. „Framkvæmdastjóri Neyðarlínunar fer með rangt mál, að við rækjusjómenn höfum vísvitandi slitið þennan rafstreng. Að halda slíku fram er fráleitt og jaðrar við meiðyrði. Ég held að menn eins og hann ættu að fara varlega í slíkar yfirlýsingar. Mér vitandi togaði enginn bátur yfir þennan blessaða streng. Þó að bátur sigli yfir sæstreng þá er það ekki nóg – veiðarfæri hlýtur að þurfa að vera í botni,“ segir Jón Páll. Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra vegna skemmdanna í nóvember. Fulltrúi lögreglustjóra segir málið talsvert flókið vegna tæknilegra gagna sem þurfi að yfirfara. Strengur lagður þrátt fyrir viðvaranir „Þeir fara með kapal yfir þar sem eru gjöfulustu rækjumiðin í Arnafirði og gera það þrátt fyrir að öllum aðilum sé áður margbent á það. Hefði ekki verið einfalt að tala við þessa menn sem hafa hagsmuna að gæta og leyfa þeim að koma fram sínum sjónarmiðum eins og íslensk stjórnsýsla á að snúast um?“ spyr Sigurður. Að sögn Sigurðar neita þeir þrír sem kærðir voru að hafa slitið strenginn viljandi. „Hver myndi fara í ellefu þúsund volta streng vísvitandi? Sjálfsagt hefur hann flækst í veiðarfærum án þess að ég geti fullyrt það,“ segir hann. Sæstrengur Neyðarlínunnar var sá sjötti sem lagður var yfir fjörðinn. Sigurður segir hina fimm vera niðurgrafna og mun utar. „Þeir eru ekkert að trufla okkur og við vildum að þeir færu með strenginn þá leið. Það er örugglega mun hagkvæmara en að eyðileggja rækjumiðin.“Deilt er um heimild fyrir sæstreng í Arnarfirði og lögregla rannsakar meint skemmdarverk á honum.Fréttablaðið/Jón SigurðurBæjarstjórinn segir strenginn lagðan í óleyfi Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segist hafa skrifað bæði Neyðarlínunni og Orkubúinu bréf í fyrrasumar um að strengurinn væri lagður í óleyfi. Sjálfur var Gísli formaður umhverfisnefndar bæjarins sem samþykkti erindi um strenginn og framkvæmdir Neyðarlínunnar. Neyðarlínan vísar meðal annars í þessa samþykkt en Gísli segir hana ekki hafa tekið til sæstrengsins því lagnir í sjó heyri ekki undir sveitarfélög. „Mistökin sem nefndin gerði var að átta sig ekki á eðli sæstrengsins og benda á að hann stangast á við nýtingaráætlun Arnarfjarðar,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðar. Tengdar fréttir Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Rétt leyfi skorti fyrir sæstreng sem Neyðarlínan lagði yfir Arnarfjörð segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Því neitar framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem telur þrjá rækjusjómennn hafa slitið strenginn viljandi og hefur kært þá til lögreglu. 21. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
„Fyrir okkur sjómenn er bara eitt orð að segja um þessar aðgerðir og það er umhverfishryðjuverk,“ segir Sigurður Þórðarson rækjusjómaður um sæstrengsmálið í Arnafirði. Neyðarlínan lagði í fyrrasumar sæstreng yfir Arnarfjörð til að flytja rafmagn fyrir fjarskiptabúnað á Laugabólsfjalli. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins sem slitnaði síðan í fyrrahaust. Neyðarlínan og Orkubúið kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu vegna málsins. Strengurinn kostaði 17 milljónir og er sagður ónýtur. Sigurður er stýrimaður á einum þeirra báta sem talið er að hafi togað yfir sæstrenginn en er þó ekki einn þeirra sem voru kærðir.Jón Páll Jakobsson.Meiðandi, segir kærður skipstjóriJón Páll Jakobsson, einn skipstjóranna þriggja sem kærðir voru vegna sæstrengsins, segir ummæli Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, vera meiðandi.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Þórhallur og Kristján Haraldsson orkubússtjóri teldu skipstjórana hafa tekið lögin í sínar hendur og vísvitandi slitið strenginn. „Framkvæmdastjóri Neyðarlínunar fer með rangt mál, að við rækjusjómenn höfum vísvitandi slitið þennan rafstreng. Að halda slíku fram er fráleitt og jaðrar við meiðyrði. Ég held að menn eins og hann ættu að fara varlega í slíkar yfirlýsingar. Mér vitandi togaði enginn bátur yfir þennan blessaða streng. Þó að bátur sigli yfir sæstreng þá er það ekki nóg – veiðarfæri hlýtur að þurfa að vera í botni,“ segir Jón Páll. Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra vegna skemmdanna í nóvember. Fulltrúi lögreglustjóra segir málið talsvert flókið vegna tæknilegra gagna sem þurfi að yfirfara. Strengur lagður þrátt fyrir viðvaranir „Þeir fara með kapal yfir þar sem eru gjöfulustu rækjumiðin í Arnafirði og gera það þrátt fyrir að öllum aðilum sé áður margbent á það. Hefði ekki verið einfalt að tala við þessa menn sem hafa hagsmuna að gæta og leyfa þeim að koma fram sínum sjónarmiðum eins og íslensk stjórnsýsla á að snúast um?“ spyr Sigurður. Að sögn Sigurðar neita þeir þrír sem kærðir voru að hafa slitið strenginn viljandi. „Hver myndi fara í ellefu þúsund volta streng vísvitandi? Sjálfsagt hefur hann flækst í veiðarfærum án þess að ég geti fullyrt það,“ segir hann. Sæstrengur Neyðarlínunnar var sá sjötti sem lagður var yfir fjörðinn. Sigurður segir hina fimm vera niðurgrafna og mun utar. „Þeir eru ekkert að trufla okkur og við vildum að þeir færu með strenginn þá leið. Það er örugglega mun hagkvæmara en að eyðileggja rækjumiðin.“Deilt er um heimild fyrir sæstreng í Arnarfirði og lögregla rannsakar meint skemmdarverk á honum.Fréttablaðið/Jón SigurðurBæjarstjórinn segir strenginn lagðan í óleyfi Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segist hafa skrifað bæði Neyðarlínunni og Orkubúinu bréf í fyrrasumar um að strengurinn væri lagður í óleyfi. Sjálfur var Gísli formaður umhverfisnefndar bæjarins sem samþykkti erindi um strenginn og framkvæmdir Neyðarlínunnar. Neyðarlínan vísar meðal annars í þessa samþykkt en Gísli segir hana ekki hafa tekið til sæstrengsins því lagnir í sjó heyri ekki undir sveitarfélög. „Mistökin sem nefndin gerði var að átta sig ekki á eðli sæstrengsins og benda á að hann stangast á við nýtingaráætlun Arnarfjarðar,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðar.
Tengdar fréttir Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Rétt leyfi skorti fyrir sæstreng sem Neyðarlínan lagði yfir Arnarfjörð segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Því neitar framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem telur þrjá rækjusjómennn hafa slitið strenginn viljandi og hefur kært þá til lögreglu. 21. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Rétt leyfi skorti fyrir sæstreng sem Neyðarlínan lagði yfir Arnarfjörð segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Því neitar framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem telur þrjá rækjusjómennn hafa slitið strenginn viljandi og hefur kært þá til lögreglu. 21. janúar 2015 07:00