Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Arnarfjörður Sæstrengur var lagður yfir rækjumið segja útgerðarmenn ósáttir. "Þessar aðgerðir geta mögulega valdið einstaka útgerðum rekstrartapi,“ segir í bréfi til Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira