Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Arnarfjörður Sæstrengur var lagður yfir rækjumið segja útgerðarmenn ósáttir. "Þessar aðgerðir geta mögulega valdið einstaka útgerðum rekstrartapi,“ segir í bréfi til Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira