Rækjusjómenn kærðir fyrir að slíta 17 milljóna króna sæstreng í Arnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Arnarfjörður Sæstrengur var lagður yfir rækjumið segja útgerðarmenn ósáttir. "Þessar aðgerðir geta mögulega valdið einstaka útgerðum rekstrartapi,“ segir í bréfi til Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Jón Sigurður Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“ Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækjuskipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbúinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er haldið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á framkvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu samráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið takmörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó.Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Fréttablaðið/GVA„Því miður var ekkert samráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fiskveiðar á svæðinu.“ Skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendi bæjarráði umsögn um málið. „Að mínu mati hefur ekkert formlegt leyfi verið gefið út í þessu máli," segir í umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.Daníel Jakobsson Fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði.Bæði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mótmæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, samþykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagningar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabólsfjalli er nú knúinn með dísilrafstöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjarstjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk, telur að við afgreiðslu málsins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjarstjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa valdið misskilningi.Mastur Neyðarlínunnar á Laugabólsfjalli ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu.Mynd/Neyðarlínan„Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfisnefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira samráð hefði mátt vera við rækjusjómennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira