Myndi Phil Collins fíla þetta? Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 10:30 Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, kemur fram á tvennum tónleikum með Todmobile. vísir/ernir Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira