Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna ingvar haraldsson skrifar 15. janúar 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ismanto Adna, ráðherra íþrótta- og ungmennamála í Súrínam, takast í hendur við upphaf ráðstefnunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira