Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna ingvar haraldsson skrifar 15. janúar 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ismanto Adna, ráðherra íþrótta- og ungmennamála í Súrínam, takast í hendur við upphaf ráðstefnunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira