Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna ingvar haraldsson skrifar 15. janúar 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ismanto Adna, ráðherra íþrótta- og ungmennamála í Súrínam, takast í hendur við upphaf ráðstefnunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira