Saumar út á milli tónleika Elín Albertsdóttir skrifar 10. janúar 2015 12:00 Vinnan kemur í törnum, segir Andrea en þess á milli nýtur hún þess að slappa af yfir hannyrðum. vísir/vilhelm Andrea Gylfadóttir söngkona hefur haft í nógu að snúast að undanförnu fyrir stórtónleika Todmobile um næstu helgi. Mest allur tími hennar undanfarið hefur farið í æfingar. Þess á milli situr hún og saumar út. Andrea segir að mikill undirbúningur felist í stórum tónleikum sem þessum. Tónleikarnir verða í Eldborg í Hörpu á föstudag og í Hofi á Akureyri á laugardag. Með Todmobile verður Steve Hackett úr hljómsveitinni Genesis en einnig Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór. „Það er alltaf nokkur aðdragandi að svona stórum tónleikum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafði samband við Steve Hackett og fékk hann til liðs við okkur en hann hefur verið á tónleikaferðalagi með eigin hljómsveit. Við nýttum okkur að hann væri á ferðinni,“ segir Andrea og bætir við að það séu ákveðnar tengingar á milli tónlistar Todmobile og Genesis sem falla vel saman. „Þetta verða mjög spennandi og skemmtilegir tónleikar, okkar tónlist í bland við gullaldartónlist Genesis frá áttunda áratugnum,“ segir hún enn fremur. Þess má geta að síðasti söngvari hljómsveitarinnar Genesis var stórstjarnan Phil Collins. Steve Hackett hefur haldið merki Genesis á lofti með Genesis Revisited sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.Það verður mikið lagt í stórtónleika Todmobile og Steve Hackett úr Genesis.Mynd/vilhelmGott samstarf Félagarnir í Todmobile hafa spilað mikið saman að undanförnu. Í nóvember 2013 voru þeir með vel heppnaða tónleika með Jon Anderson úr hljómsveitinni Yes í Hörpu og má segja að tónleikarnir nú séu framhald þeirrar uppákomu. Í fyrra hélt Todmobile upp á 25 ára afmæli sitt og gaf út plötu af því tilefni. „Eftir stórtónleikana um næstu helgi verðum við með nokkra minni tónleika og eitthvað á böllum og árshátíðum í framhaldinu,“ útskýrir Andrea. Þegar Andrea er spurð hvort félagar hennar í hljómsveitinni hafi breyst mikið á þessum 25 árum segir hún það vera. „Fólk þroskast auðvitað en við höfum alltaf náð vel saman. Þetta hefur verið mjög gott samstarf. Við tókum okkur hvíld í nokkur ár en komum aftur til leiks af fullum krafti fyrir nokkrum árum.“ Andrea hefur auk þess að syngja með Todmobile starfað með Borgardætrum frá árinu 1993. Þær voru með sína árlegu og sívinsælu jólatónleika fyrir jólin en þeir hafa verið haldnir frá árinu 2000. Þá kom út vinsæl jólaplata sem er mikið leikin fyrir hver jól. Með Andreu í Borgardætrum eru Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. „Við höfum ákveðið að vera með stóra tónleika á sumardaginn fyrsta í Hörpu sem verður mjög spennandi.“Raddböndin þanin Andrea segist hafa nóg að gera í dag og á morgun heima við. „Það er svo margt sem þarf að huga að, ætli ég þenji ekki raddböndin eitthvað,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort ekki þurfi að huga að klæðnaði fyrir svona stóra tónleika, svarar hún því játandi. „Það er hluti af þessu öllu. Ég læt sérsauma á mig og hef manneskju til að hjálpa mér við hönnunina,“ segir Andrea en vill ekkert frekar segja frá hvernig sá klæðnaður verður. Andrea vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan stíl, bæði í fatavali og hárgreiðslu. „Ég pæli dáldið í tísku og hönnun en er ekki öfgamanneskja á því sviði.“ Andrea hefur sömuleiðis mikinn áhuga á matargerð og finnst skemmtilegt að elda. Hún viðurkennir að hún sé ágætis kokkur. Það sem færri vita sennilega er að hún er mikil hannyrðakona. Saumar út alls kyns púða, veggmyndir og á stóla. Hún segist líka taka í prjóna. „Það er ekkert leyndarmál að mér finnst mjög skemmtilegt að sauma út,“ segir hún. Andrea á einn son og sjö ára barnabarn sem var hjá henni um jólin. „Það er virkilega gaman að vera amma,“ segir hún. Maður Andreu er Einar Rúnarsson, hljómborðsleikari í Sniglabandinu. Þau eru heimakær en finnst sömuleiðis gaman að vera innan um fólk. „Við förum líka oft í sumarbústaðinn okkar. Vinnan kemur í törnum en þess á milli finnst okkur gott að fara í sveitina og slappa af,“ segir hún. „Núna hlakka ég mikið til næstu helgar. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Andrea en með henni í Todmobile eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Alma Rut og Ólafur Hólm. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Andrea Gylfadóttir söngkona hefur haft í nógu að snúast að undanförnu fyrir stórtónleika Todmobile um næstu helgi. Mest allur tími hennar undanfarið hefur farið í æfingar. Þess á milli situr hún og saumar út. Andrea segir að mikill undirbúningur felist í stórum tónleikum sem þessum. Tónleikarnir verða í Eldborg í Hörpu á föstudag og í Hofi á Akureyri á laugardag. Með Todmobile verður Steve Hackett úr hljómsveitinni Genesis en einnig Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór. „Það er alltaf nokkur aðdragandi að svona stórum tónleikum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hafði samband við Steve Hackett og fékk hann til liðs við okkur en hann hefur verið á tónleikaferðalagi með eigin hljómsveit. Við nýttum okkur að hann væri á ferðinni,“ segir Andrea og bætir við að það séu ákveðnar tengingar á milli tónlistar Todmobile og Genesis sem falla vel saman. „Þetta verða mjög spennandi og skemmtilegir tónleikar, okkar tónlist í bland við gullaldartónlist Genesis frá áttunda áratugnum,“ segir hún enn fremur. Þess má geta að síðasti söngvari hljómsveitarinnar Genesis var stórstjarnan Phil Collins. Steve Hackett hefur haldið merki Genesis á lofti með Genesis Revisited sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.Það verður mikið lagt í stórtónleika Todmobile og Steve Hackett úr Genesis.Mynd/vilhelmGott samstarf Félagarnir í Todmobile hafa spilað mikið saman að undanförnu. Í nóvember 2013 voru þeir með vel heppnaða tónleika með Jon Anderson úr hljómsveitinni Yes í Hörpu og má segja að tónleikarnir nú séu framhald þeirrar uppákomu. Í fyrra hélt Todmobile upp á 25 ára afmæli sitt og gaf út plötu af því tilefni. „Eftir stórtónleikana um næstu helgi verðum við með nokkra minni tónleika og eitthvað á böllum og árshátíðum í framhaldinu,“ útskýrir Andrea. Þegar Andrea er spurð hvort félagar hennar í hljómsveitinni hafi breyst mikið á þessum 25 árum segir hún það vera. „Fólk þroskast auðvitað en við höfum alltaf náð vel saman. Þetta hefur verið mjög gott samstarf. Við tókum okkur hvíld í nokkur ár en komum aftur til leiks af fullum krafti fyrir nokkrum árum.“ Andrea hefur auk þess að syngja með Todmobile starfað með Borgardætrum frá árinu 1993. Þær voru með sína árlegu og sívinsælu jólatónleika fyrir jólin en þeir hafa verið haldnir frá árinu 2000. Þá kom út vinsæl jólaplata sem er mikið leikin fyrir hver jól. Með Andreu í Borgardætrum eru Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir. „Við höfum ákveðið að vera með stóra tónleika á sumardaginn fyrsta í Hörpu sem verður mjög spennandi.“Raddböndin þanin Andrea segist hafa nóg að gera í dag og á morgun heima við. „Það er svo margt sem þarf að huga að, ætli ég þenji ekki raddböndin eitthvað,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort ekki þurfi að huga að klæðnaði fyrir svona stóra tónleika, svarar hún því játandi. „Það er hluti af þessu öllu. Ég læt sérsauma á mig og hef manneskju til að hjálpa mér við hönnunina,“ segir Andrea en vill ekkert frekar segja frá hvernig sá klæðnaður verður. Andrea vekur jafnan athygli fyrir óvenjulegan stíl, bæði í fatavali og hárgreiðslu. „Ég pæli dáldið í tísku og hönnun en er ekki öfgamanneskja á því sviði.“ Andrea hefur sömuleiðis mikinn áhuga á matargerð og finnst skemmtilegt að elda. Hún viðurkennir að hún sé ágætis kokkur. Það sem færri vita sennilega er að hún er mikil hannyrðakona. Saumar út alls kyns púða, veggmyndir og á stóla. Hún segist líka taka í prjóna. „Það er ekkert leyndarmál að mér finnst mjög skemmtilegt að sauma út,“ segir hún. Andrea á einn son og sjö ára barnabarn sem var hjá henni um jólin. „Það er virkilega gaman að vera amma,“ segir hún. Maður Andreu er Einar Rúnarsson, hljómborðsleikari í Sniglabandinu. Þau eru heimakær en finnst sömuleiðis gaman að vera innan um fólk. „Við förum líka oft í sumarbústaðinn okkar. Vinnan kemur í törnum en þess á milli finnst okkur gott að fara í sveitina og slappa af,“ segir hún. „Núna hlakka ég mikið til næstu helgar. Þetta verður virkilega skemmtilegt,“ segir Andrea en með henni í Todmobile eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Alma Rut og Ólafur Hólm.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira