Hljóp fyrir tengdason sinn: "Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 11:12 Ágúst hljóp í fallegu fjallaumhverfi. Vísir/Aðsend „Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“ Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“
Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07