Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. september 2015 14:07 Elísabet var þreytt að hlaupinu loknu. Mynd/Elísabet Elísabet Margeirsdóttir varð fimmtánda konan í mark í Ultra Trail du Mont Blanc-fjallahlaupinu sem fór fram um helgina. Þátttakendur hlaupa 170 kílómetra í kringum Mont Blanc fjallgarðinn og samanlagt er um tíuþúsund metra hækkun á leiðinni. Elísabet fór hlaupið á 32 klukkutímum og fjörtíu mínútum og telst það mjög góður árangur. Hún var í hópi þeirra fyrstu tvö hundruð sem komu í mark en um 2500 manns taka þátt í hlaupinu. „Það voru um fjörtíu prósent í ár held ég sem kláruðu ekki hlaupið. Þannig að það er talsvert mikið brottfall, það er margt sem getur komið upp á og svo eru líka margir sem ná ekki tímamörkunum.“ Tímamörkin eru 46 klukkutímar og því var Elísabet vel undir þeim. Hún bætti sig frá því að hún tók þátt í hlaupinu í fyrra en þá var hún í 17. sæti. Hlaupið var sterkara nú í ár að sögn Elísabetar auk þess sem klukkustund var bætt við leiðina. „Ef maður er að keppast við tímann þá sefur maður ekkert og stoppar eins stutt og maður getur á drykkjarstöðvunum.“Innilega til hamingju með hlaupið, Elisabet! Congratulations on a great finish at UTMB to Elisabet Margeirsdottir,...Posted by RunIceland on Sunday, August 30, 2015Íslendingurinn ekki í sínum kjöraðstæðum „Ég er að hlaupa eins mikið og ég get, er á ferðinni stanslaust. En svo labbar maður upp mjög brattar brekkur en þetta eru alveg tíu fjöll sem maður fer yfir á leiðinni. Tíu hækkanir sem eru brattar á köflum. Þannig að þetta er frekar erfitt.“ Elísabet var mjög þreytt þegar hún kom í mark en hún lenti í nokkrum óhöppum á leiðinni. Hún hrasaði nokkrum sinnum og þegar hún átti hundrað kílómetra eftir brotnaði fingur hennar. „En svona heilt yfir var þetta rosalega frábær dagur og æðislegar aðstæður. Reyndar var mjög heitt, alveg þrjátíu stiga hiti þannig að Íslendingurinn var ekki í sínum kjöraðstæðum.“ Fimmtán Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í ár. „En það voru lækir á leiðinni sem ég gat notað til að kæla mig.“Komið að þessu!! Ultra Trail du Mt. Blanc ... 170 km með 10 þúsund metra hækku. Spáð 25-35 stiga hita yfir daginn þetta ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Thursday, August 27, 2015Hún hefur tekið þátt í mörgum sambærilegum hlaupum en segir Mont Blanc hlaupið það stærsta í geiranum. „Þetta er svona mekka hlaupanna. Þetta er aðalhlaupið.“ Hún segir að það þurfi að æfa af mikilli elju fyrir hlaup sem þetta. „Það þarf að koma rosalega vel undirbúinn í þetta. Bæði líkamlega og andlega undirbúinn. Það þarf að skipuleggja sig vel og vita nákvæmlega út í hvað maður er að fara. Síðan er mikilvægt að næra sig vel. Það er algengara en ekki að fólk lendi í magavandamálum og það getur verið mjög erfitt að halda áfram ef þú kemur ekki niður orku.“ Elísabet segir það mun skemmtilegra að stunda líkamsrækt úti í náttúrunni heldur en að binda hana einungis við líkamsræktarstöðvar. Það geta allir byrjað að stunda náttúruhlaup en hún rekur fyrirtækið Arctic Running sem heldur utan um náttúruhlaupanámskeið ásamt 66°Norður. „Ef fólk hefur áhuga á að kynnast svona hlaupum þá erum við með sérnámskeið bæði fyrir algjöra byrjendur og lengra komna.“Happy #utmb finisher! Frábær dagur í alla staði með smá erfiðleikum. Mikil bæting þrátt fyrir brútal viðbót á leiðinni,...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Sunday, August 30, 2015Freistandi að prófa að fara enn lengra Ofurhlaupakonan segist hvíla líkamann í tíu daga áður en hún byrjar að hlaupa aftur langar vegalengdir. Hún útilokar ekki fleiri ofurhlaup í framtíðinni. „Það er ekki komið neitt á planið en það eru mörg hlaup í boði. Það er alltaf freistandi að prófa að fara lengra og reyna meira á sig þegar maður hefur náð góðum árangri. En maður tekur bara eitt hlaup í einu, það eru svo mörg í boði, það þarf að finna út hvort maður hefur tök á því að fara og tíma og svona.“ Elísabet hljóp hundrað og nítján kílómetra fyrr í sumar þegar hún tók þátt í The North Face Lavaredo Ultra Trail. Hér að neðan má sjá myndband sem Elísabet deildi sem gefur nokkuð skemmtilega mynd af þeim hlaupum sem hún er að taka þátt í erlendis.Eftir frábæra Mt. Esja Ultra viku tekur við næsta skemmtilega verkefni sumarsins.. The North Face Lavaredo Ultra Trail. ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Monday, June 22, 2015 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir varð fimmtánda konan í mark í Ultra Trail du Mont Blanc-fjallahlaupinu sem fór fram um helgina. Þátttakendur hlaupa 170 kílómetra í kringum Mont Blanc fjallgarðinn og samanlagt er um tíuþúsund metra hækkun á leiðinni. Elísabet fór hlaupið á 32 klukkutímum og fjörtíu mínútum og telst það mjög góður árangur. Hún var í hópi þeirra fyrstu tvö hundruð sem komu í mark en um 2500 manns taka þátt í hlaupinu. „Það voru um fjörtíu prósent í ár held ég sem kláruðu ekki hlaupið. Þannig að það er talsvert mikið brottfall, það er margt sem getur komið upp á og svo eru líka margir sem ná ekki tímamörkunum.“ Tímamörkin eru 46 klukkutímar og því var Elísabet vel undir þeim. Hún bætti sig frá því að hún tók þátt í hlaupinu í fyrra en þá var hún í 17. sæti. Hlaupið var sterkara nú í ár að sögn Elísabetar auk þess sem klukkustund var bætt við leiðina. „Ef maður er að keppast við tímann þá sefur maður ekkert og stoppar eins stutt og maður getur á drykkjarstöðvunum.“Innilega til hamingju með hlaupið, Elisabet! Congratulations on a great finish at UTMB to Elisabet Margeirsdottir,...Posted by RunIceland on Sunday, August 30, 2015Íslendingurinn ekki í sínum kjöraðstæðum „Ég er að hlaupa eins mikið og ég get, er á ferðinni stanslaust. En svo labbar maður upp mjög brattar brekkur en þetta eru alveg tíu fjöll sem maður fer yfir á leiðinni. Tíu hækkanir sem eru brattar á köflum. Þannig að þetta er frekar erfitt.“ Elísabet var mjög þreytt þegar hún kom í mark en hún lenti í nokkrum óhöppum á leiðinni. Hún hrasaði nokkrum sinnum og þegar hún átti hundrað kílómetra eftir brotnaði fingur hennar. „En svona heilt yfir var þetta rosalega frábær dagur og æðislegar aðstæður. Reyndar var mjög heitt, alveg þrjátíu stiga hiti þannig að Íslendingurinn var ekki í sínum kjöraðstæðum.“ Fimmtán Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í ár. „En það voru lækir á leiðinni sem ég gat notað til að kæla mig.“Komið að þessu!! Ultra Trail du Mt. Blanc ... 170 km með 10 þúsund metra hækku. Spáð 25-35 stiga hita yfir daginn þetta ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Thursday, August 27, 2015Hún hefur tekið þátt í mörgum sambærilegum hlaupum en segir Mont Blanc hlaupið það stærsta í geiranum. „Þetta er svona mekka hlaupanna. Þetta er aðalhlaupið.“ Hún segir að það þurfi að æfa af mikilli elju fyrir hlaup sem þetta. „Það þarf að koma rosalega vel undirbúinn í þetta. Bæði líkamlega og andlega undirbúinn. Það þarf að skipuleggja sig vel og vita nákvæmlega út í hvað maður er að fara. Síðan er mikilvægt að næra sig vel. Það er algengara en ekki að fólk lendi í magavandamálum og það getur verið mjög erfitt að halda áfram ef þú kemur ekki niður orku.“ Elísabet segir það mun skemmtilegra að stunda líkamsrækt úti í náttúrunni heldur en að binda hana einungis við líkamsræktarstöðvar. Það geta allir byrjað að stunda náttúruhlaup en hún rekur fyrirtækið Arctic Running sem heldur utan um náttúruhlaupanámskeið ásamt 66°Norður. „Ef fólk hefur áhuga á að kynnast svona hlaupum þá erum við með sérnámskeið bæði fyrir algjöra byrjendur og lengra komna.“Happy #utmb finisher! Frábær dagur í alla staði með smá erfiðleikum. Mikil bæting þrátt fyrir brútal viðbót á leiðinni,...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Sunday, August 30, 2015Freistandi að prófa að fara enn lengra Ofurhlaupakonan segist hvíla líkamann í tíu daga áður en hún byrjar að hlaupa aftur langar vegalengdir. Hún útilokar ekki fleiri ofurhlaup í framtíðinni. „Það er ekki komið neitt á planið en það eru mörg hlaup í boði. Það er alltaf freistandi að prófa að fara lengra og reyna meira á sig þegar maður hefur náð góðum árangri. En maður tekur bara eitt hlaup í einu, það eru svo mörg í boði, það þarf að finna út hvort maður hefur tök á því að fara og tíma og svona.“ Elísabet hljóp hundrað og nítján kílómetra fyrr í sumar þegar hún tók þátt í The North Face Lavaredo Ultra Trail. Hér að neðan má sjá myndband sem Elísabet deildi sem gefur nokkuð skemmtilega mynd af þeim hlaupum sem hún er að taka þátt í erlendis.Eftir frábæra Mt. Esja Ultra viku tekur við næsta skemmtilega verkefni sumarsins.. The North Face Lavaredo Ultra Trail. ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Monday, June 22, 2015
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira