Hljóp fyrir tengdason sinn: "Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 11:12 Ágúst hljóp í fallegu fjallaumhverfi. Vísir/Aðsend „Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“ Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“
Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07