Innlent

Paul Ramses opnar grunnskóla í Kenía

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í Kolaportinu selur Ramses muni til styrktar góðu málefni.
Í Kolaportinu selur Ramses muni til styrktar góðu málefni. MYND/K.K
„Við seljum handgerða hluti í Kolaportinu til að safna fyrir skólanum,“ segir Paul Ramses Qduor sem stefnir að því að opna grunnskóla fyrir 320 börn í Kenía næsta ágúst. Paul og kona hans, Rosemary Atieno, fengu pólitískt hæli hér á landi árið 2010 eftir tveggja ára baráttu.

Í Kolaportinu stendur Ramses vaktina allar helgar og selur listmuni sem búnir eru til af konum sem búa á heimilum sem þau hjón reka í Kenía.

Hjónin stofnuðu góðgerðafélagið Tears Children and Youth Aid árið 2010 með hjálp vina á Íslandi. Félagið leggur áherslu á að veita munaðarleysingjum, ósjálfbjarga börnum, ungmennum og konum á jaðri samfélagsins í Kenía menntun og aðra aðstoð til sjálfshjálpar. Skólinn á að vera fyrir fátæk börn og unglinga og skapa skjól fyrir munaðarlaus börn og einstæðar mæður.

„Við höfum nú þegar byggt leikskóla fyrir 150 munaðarlaus börn,“ segir Paul Ramses.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×