Segir tengsl Bjarna hafa ráðið úrslitum Sveinn Arnarsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Eignarhald fyrirtækisins er að stórum hluta í eigu einstaklinga sem eru tengdir fjármálaráðherra fjölskylduböndum. „Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00