Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum 9. febrúar 2015 07:00 Birgitta Jónsdóttir. vísir/stefán/gva Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“ Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi efast um vilja Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að kaupa gögn um skattaundanskot. Bjarni hefur látið hafa eftir sér að ekki strandi á ráðuneyti hans að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem gætu fært sönnur á skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem dregið hefur lappirnar í þessu máli, að hans sögn. Fréttablaðið greindi fyrst frá því þann 14. apríl 2014 að Íslendingum stæðu til boða kaup á gögnum um skattaundanskot Íslendinga. Í september sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð til fjármálaráðuneytisins. Hún var til skoðunar í ráðuneytinu en enn hefur engin niðurstaða fengist um kaup gagnanna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála ráðherranum og telur hann ekki vera að ýta málinu áfram. „Síðustu viðbrögð hans benda til þess að hann sé stöðugt að leita að undankomuleið í þessu máli. Málið er hans að leysa, hvort sem það strandar á löggjöf eða fjárveitingum.“ „Ég tel ólíklegt að ráðherra vilji kaupa umrædd gögn,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og bendir á að ekkert stöðvi ráðherra í að kaupa skjölin. „Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra. Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, undrast orð fjármálaráðherra. „Hver svo sem vilji ráðherrans er í þessu máli þá hjálpar það ekki málinu að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum heldur leysir hann málið með öðrum leiðum, sé það hans vilji.“
Alþingi Tengdar fréttir Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23