Shades of Reykjavik á Litla Hrauni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. desember 2015 20:02 Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í kvöld eru haldnir jólarapptónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fjöldi rappara treður upp, rappsveitin Shades of Reykjavík eru þeirra á meðal. Sveitin hefur farið víða síðustu vikur og eyddi aðfangadegi á Litla Hrauni og spiluðu þar fyrir fanga með Bubba Morthens. „Við fengum þann heiður að fara með Bubba og spila á aðfangadag, Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í því,“ segir Arnar Guðni. „Já og að fá að fara í fangelsi og losna út sama dag,“ skýtur Hermann inn í.Selja tónlist úr bílskotti Sveitin hefur nýverið gefið út plötu og selur hana með frekar óhefðbundnum hætti. „Við reynum að gera þetta svolítið persónulegt, við leyfum fólki að koma til okkar og kaupa plötuna upp úr skottinu á bílnum okkar sem við parkerum víðs vegar um bæinn. Við lokuðum götu á Þorláksmessu og vorum að selja upp úr skottinu og spila tónlistina okkar, það var mjög góð stemning.“ Þeirra á meðal annarra sem koma fram í Bæjarbíói er Marv Radio, breskur rappari sem hefur kennt rapp á Íslandi í desembermánuði. Rapptæknin er einföld að hans sögn en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér grunntæknina geta horft á leiðbeiningar hans í fréttinni. Marv mun dvelja lengur hér á landi við kennslu á beatbox námskeiði sem hefur verið haldið í Bæjarbíói. Hann er þrefaldur sigurvegari bresku beatboxkeppninnar UK Beatbox Championship og skyldi engan furða sem hlustar.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira