Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. desember 2015 06:00 27 ára greindarskertur Hollendingur verður líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. „Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
„Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira