Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 23:15 Um 200 manns voru á fundinum. Vísir/Tinni „Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“ Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“
Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent