Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air á flugvellinum í gær. vísir „Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
„Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46