Suðræn stemning verður á hádegistónleikum í Fríkirkjunni á morgun, fimmtudag. Þá flytja þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari verk eftir X. Montsalvatge og John Corigliano, ásamt bandarískum þjóðlögum eins og Swing low.
Viðburðurinn tilheyrir röðinni Á ljúfum nótum.
Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálftíma.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur og ekki er tekið við greiðslukortum.
