Nærri 30 þurfa líffæri ár hvert Linda Blöndal skrifar 25. apríl 2015 19:30 Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir, en hún sjálf gæti hún aftur þurft á lungum að halda. Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú tekið afstöðu til líffæragjafar hér á landi. Fyrir átta mánuðum voru grædd í Guðnýju Lindu Óladóttur lungu á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í aðgerð sem er mjög áhættusöm og tekur tíu klukkustundir. Guðný sem er fjölskyldukona segir erfitt að segja hvað hún hefði átt mikið eftir ólifað fyrir ígræðsluna en hún var með lungnasjúkdóm sem nefnist ósértæk lungnatrefjun. Gat ekkert gert „Ég var eiginlega bara inniliggjandi á Borgarspítalanum og Reykjalundi. Ég gat ekkert gert, ég gat ekki gengið, ekki baðað mig sjálf eða klætt mig. Ég þurfti tíu til fimmtán lítra af súrefni til að komast úr rúmi og inn á klósett. Þetta var raunverulega ekkert líf", sagði Guðný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað hefði gerst hefði hún ekki fengið lungun segir hún að það hefði bara farið á einn veg. „Ég hefði bara dáið. Lungun hefðu bara eyðilagst og það lifir enginn án þess að hafa lungu".Ekkert öruggtGuðný getur átt von á því að hvenær sem er hafni líkami hennar nýju lungunum, jafnvel strax á morgun. Þess vegna gæti hún þurft aðra ígræðslu og önnur lungu en slíkt hendir fjölmarga líffæraþega að lenda aftur á biðlista eftir líffæri. Mikill skortur er þó á líffærum til gjafa.Einn gjafi getur bjargað átta manns„Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því að það eru 25 til 30 manns sem þurfa líffæraígræðslu á Íslandi á hverju ári. Það er mjög mikilvægt að vekja þessa umræðu og fólk taki afstöðu því hver líffæragjafi getur bjargað allt að átta mannslífum og bætt lífsgæði annarra", segir Guðný. Nær allir sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafa á vef Landlæknis vilja gefa úr sér líffæri að sér látnum (grafík) og nú hafa 1.800 manns skráð sig á vefinn. Flestir þeirra sem tekið hafa afstöðu til líffæragjafar eru konur og fólk á aldrinum átján til fjörtíu ára. „Ég varð að spyrja"Hún segist ekki vita hver átti lungun sem voru grædd í hana. „Þetta er góð spurning en nei, ég veit það ekki en ég sagði við manninn minn áður en ég fór að ég gæti ekki farið af spítalanum án þess að spyrja. Ég vissi að ég myndi ekki fá svörin en ég varð að spyrja". Líffæraþegar hafa þó þann möguleika að skrifa þakkarbréf til fjölskyldu gjafans í gegnum norræna líffærabankann. Tengdar fréttir Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Rúmlega fertug kona sem fór í tvöfalda lungnaígræðslu segir fjölda þeirra sem þurfi líffæragjöf mun meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir, en hún sjálf gæti hún aftur þurft á lungum að halda. Tæplega tuttugu þúsund manns hafa nú tekið afstöðu til líffæragjafar hér á landi. Fyrir átta mánuðum voru grædd í Guðnýju Lindu Óladóttur lungu á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í aðgerð sem er mjög áhættusöm og tekur tíu klukkustundir. Guðný sem er fjölskyldukona segir erfitt að segja hvað hún hefði átt mikið eftir ólifað fyrir ígræðsluna en hún var með lungnasjúkdóm sem nefnist ósértæk lungnatrefjun. Gat ekkert gert „Ég var eiginlega bara inniliggjandi á Borgarspítalanum og Reykjalundi. Ég gat ekkert gert, ég gat ekki gengið, ekki baðað mig sjálf eða klætt mig. Ég þurfti tíu til fimmtán lítra af súrefni til að komast úr rúmi og inn á klósett. Þetta var raunverulega ekkert líf", sagði Guðný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð hvað hefði gerst hefði hún ekki fengið lungun segir hún að það hefði bara farið á einn veg. „Ég hefði bara dáið. Lungun hefðu bara eyðilagst og það lifir enginn án þess að hafa lungu".Ekkert öruggtGuðný getur átt von á því að hvenær sem er hafni líkami hennar nýju lungunum, jafnvel strax á morgun. Þess vegna gæti hún þurft aðra ígræðslu og önnur lungu en slíkt hendir fjölmarga líffæraþega að lenda aftur á biðlista eftir líffæri. Mikill skortur er þó á líffærum til gjafa.Einn gjafi getur bjargað átta manns„Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir því að það eru 25 til 30 manns sem þurfa líffæraígræðslu á Íslandi á hverju ári. Það er mjög mikilvægt að vekja þessa umræðu og fólk taki afstöðu því hver líffæragjafi getur bjargað allt að átta mannslífum og bætt lífsgæði annarra", segir Guðný. Nær allir sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafa á vef Landlæknis vilja gefa úr sér líffæri að sér látnum (grafík) og nú hafa 1.800 manns skráð sig á vefinn. Flestir þeirra sem tekið hafa afstöðu til líffæragjafar eru konur og fólk á aldrinum átján til fjörtíu ára. „Ég varð að spyrja"Hún segist ekki vita hver átti lungun sem voru grædd í hana. „Þetta er góð spurning en nei, ég veit það ekki en ég sagði við manninn minn áður en ég fór að ég gæti ekki farið af spítalanum án þess að spyrja. Ég vissi að ég myndi ekki fá svörin en ég varð að spyrja". Líffæraþegar hafa þó þann möguleika að skrifa þakkarbréf til fjölskyldu gjafans í gegnum norræna líffærabankann.
Tengdar fréttir Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30 „Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58 36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa "Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“ 26. janúar 2015 10:30
„Auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgangspunkturinn“ Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra líffæragjafa, vekur athygli á mikilvægi þess að ræða líffæragjöf. 18. apríl 2015 14:58
36 prósent fleiri líffæragjafar eftir sögu Dagnýjar Saga Dagnýjar Aspar Runólfsdóttur, sem lést einungis 21 árs, vakti mikla athygli. 19. janúar 2015 10:39
Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16