Engin ógn að leyfa dreng að heita Gests Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2015 12:00 Þau mæðgin Ingi Gests Guðjónsson og Bjarnlaug Jónsdóttir með mynd af bróður Bjarnlaugar og nafna Inga Gests sem lést árið 1990. Mynd/Bjarnlaug Jónsdóttir Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“ Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira