Sigmundur segir Vísi misskilja orð sín Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 15:02 Sigmundur Davíð meinti að hinir forsætisráðherrarnir tali um að þeir geti ekki sagt hug sinn, en það á ekki við um hann sjálfan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04