Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 15:49 Dóra Björk segir að málið sé félaginu ekki til sóma. Stelpurnar fái jafnflotta bikara og strákarnir að ári. „Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“ Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira