Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 15:49 Dóra Björk segir að málið sé félaginu ekki til sóma. Stelpurnar fái jafnflotta bikara og strákarnir að ári. „Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
„Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira