Föst heima og fær ekki meiri aðstoð viktoría hermannsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Meðan Hrafnhildur er fótbrotin komast þær mæðgur lítið sem ekkert út yfir daginn. Fréttablaðið/GVA „Það vantar úrræði ef eitthvað bregður út af. Þannig að hún geti haldið sinni rútínu,“ segir Arndís Einarsdóttir, móðir Hrafnhildar Sigurvinsdóttur. Hrafnhildur sem er 22 ára gömul er hreyfihömluð með töluverða þroskahömlun, mikla hvatvísi og mjög skert sársaukaskyn. Á föstudaginn í síðustu viku datt hún á heimili sínu og fótbrotnaði illa. Þar sem Hrafnhildur er með viðkvæm bein og brotnar auðveldlega þarf að passa sérstaklega vel upp á hana og eftir fótbrotið má hún ekki stíga í fótinn í sex vikur. Hrafnhildur fer í dagvistun á hverjum degi þar sem hún er frá klukkan hálf níu á morgnana til fjögur á daginn auk þess sem hún er í skammtímavistun á Holtavegi aðra hverja viku. Vegna fótbrotsins kemst hún ekki í dagvistunina þar sem starfsmenn geta ekki tryggt öryggi hennar vegna manneklu. „Hún getur ekkert gert sjálf, það þarf að hjálpa henni með allt af því hún má ekki stíga í fótinn,“ segir Arndís móðir hennar þegar blaðamann ber að garði á heimili þeirra. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð þar sem eru tröppur og því erfitt að koma Hrafnhildi í hjólastólnum upp og niður tröppurnar. Þær mæðgur þurfa því að vera meira og minna heima allan sólarhringinn og fá enga auka aðstoð vegna aðstæðnanna. „Það myndi til dæmis hjálpa mikið ef það kæmi einhver hér á morgnana og hjálpaði mér með hana fram úr þar sem maðurinn minn fer snemma í vinnuna,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar þarf að lyfta henni í hjólastólinn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir yfir daginn. Það þarf talsvert átak við að koma Hrafnhildi í stólinn því hún er með lága vöðvaspennu. Hrafnhildur virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi uppi í sófa með fótinn upp í loft og dregur fram spilabunka þegar blaðamaður heilsar henni. Hjólastóllinn hennar er við hliðina á sófanum og þar situr kötturinn Lilla og heldur henni félagsskap. Arndís hafði samband við félagsþjónustuna þegar Hrafnhildur brotnaði en fékk þau svör að það yrði skoðað hvort væri hægt að finna einhver úrræði og var boðin hjálp við heimilisþrif en það er ekki það sem hún þarf á að halda. „Þannig að við erum bara fastar hér.“ Hrafnhildur er sem áður segir með viðkvæm bein og hefur brotnað oft áður. Móðir hennar hætti að vinna fyrir fjórum árum þar sem það reyndist erfitt að samræma umönnun Hrafnhildar og vinnu. „Ef það er ekki frí, ekki starfsdagur og hún er algjörlega hress þá rúllar þetta en það eru ekki margar vikur á ári,“ segir Arndís. „Það var alltaf eitthvað að koma upp á og þá þurfti ég að rjúka úr vinnu. Síðan þegar hún var í framhaldsskóla þá voru fríin svo löng og erfitt að dekka þau. Það eru fáir sem vilja hafa fólk í vinnu sem þarf alltaf að vera fara frá,“ segir hún og tekur fram að hún viti að þetta sé eins hjá foreldrum margra annarra fatlaðra barna sem hafi þurft að hætta að vinna. Hrafnhildur hefur lengi beðið eftir búsetuúrræði en ekki fengið. „Hún var efst á lista sumarið 2013 en fékk ekki úthlutað og það hefur ekkert gerst síðan þá. Hrafnhildur er búin að vera í skammtímavistun aðra hverja viku í níu ár. Það hentar henni ekki lengur þar sem hún er orðin fullorðin kona og þarf sitt eigið heimili og rútínu sem er eins viku frá viku.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Það vantar úrræði ef eitthvað bregður út af. Þannig að hún geti haldið sinni rútínu,“ segir Arndís Einarsdóttir, móðir Hrafnhildar Sigurvinsdóttur. Hrafnhildur sem er 22 ára gömul er hreyfihömluð með töluverða þroskahömlun, mikla hvatvísi og mjög skert sársaukaskyn. Á föstudaginn í síðustu viku datt hún á heimili sínu og fótbrotnaði illa. Þar sem Hrafnhildur er með viðkvæm bein og brotnar auðveldlega þarf að passa sérstaklega vel upp á hana og eftir fótbrotið má hún ekki stíga í fótinn í sex vikur. Hrafnhildur fer í dagvistun á hverjum degi þar sem hún er frá klukkan hálf níu á morgnana til fjögur á daginn auk þess sem hún er í skammtímavistun á Holtavegi aðra hverja viku. Vegna fótbrotsins kemst hún ekki í dagvistunina þar sem starfsmenn geta ekki tryggt öryggi hennar vegna manneklu. „Hún getur ekkert gert sjálf, það þarf að hjálpa henni með allt af því hún má ekki stíga í fótinn,“ segir Arndís móðir hennar þegar blaðamann ber að garði á heimili þeirra. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð þar sem eru tröppur og því erfitt að koma Hrafnhildi í hjólastólnum upp og niður tröppurnar. Þær mæðgur þurfa því að vera meira og minna heima allan sólarhringinn og fá enga auka aðstoð vegna aðstæðnanna. „Það myndi til dæmis hjálpa mikið ef það kæmi einhver hér á morgnana og hjálpaði mér með hana fram úr þar sem maðurinn minn fer snemma í vinnuna,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar þarf að lyfta henni í hjólastólinn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir yfir daginn. Það þarf talsvert átak við að koma Hrafnhildi í stólinn því hún er með lága vöðvaspennu. Hrafnhildur virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi uppi í sófa með fótinn upp í loft og dregur fram spilabunka þegar blaðamaður heilsar henni. Hjólastóllinn hennar er við hliðina á sófanum og þar situr kötturinn Lilla og heldur henni félagsskap. Arndís hafði samband við félagsþjónustuna þegar Hrafnhildur brotnaði en fékk þau svör að það yrði skoðað hvort væri hægt að finna einhver úrræði og var boðin hjálp við heimilisþrif en það er ekki það sem hún þarf á að halda. „Þannig að við erum bara fastar hér.“ Hrafnhildur er sem áður segir með viðkvæm bein og hefur brotnað oft áður. Móðir hennar hætti að vinna fyrir fjórum árum þar sem það reyndist erfitt að samræma umönnun Hrafnhildar og vinnu. „Ef það er ekki frí, ekki starfsdagur og hún er algjörlega hress þá rúllar þetta en það eru ekki margar vikur á ári,“ segir Arndís. „Það var alltaf eitthvað að koma upp á og þá þurfti ég að rjúka úr vinnu. Síðan þegar hún var í framhaldsskóla þá voru fríin svo löng og erfitt að dekka þau. Það eru fáir sem vilja hafa fólk í vinnu sem þarf alltaf að vera fara frá,“ segir hún og tekur fram að hún viti að þetta sé eins hjá foreldrum margra annarra fatlaðra barna sem hafi þurft að hætta að vinna. Hrafnhildur hefur lengi beðið eftir búsetuúrræði en ekki fengið. „Hún var efst á lista sumarið 2013 en fékk ekki úthlutað og það hefur ekkert gerst síðan þá. Hrafnhildur er búin að vera í skammtímavistun aðra hverja viku í níu ár. Það hentar henni ekki lengur þar sem hún er orðin fullorðin kona og þarf sitt eigið heimili og rútínu sem er eins viku frá viku.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira