Innlent

Rúmur milljarður í hagnað af spilakössum

Sunna Karen Siguþórsdóttir skrifar
vísir/rósa
Happdrætti Háskóla Íslands var með rúma fimm milljarða króna í brúttótekjur af söfnunarkössum og happdrættisvélum á síðasta ári. Hreinar happdrættistekjur, eða þegar vinningarnir eru dregnir frá, eru brúttótekjur rúmlega 1,5 milljarðar króna. Brúttótekjur Íslandsspila voru 3,9 milljarðar en hreinar happdrættistekjur 1,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar þingmanns.

Þá voru tekjur Íslandsspila voru meiri en háskólans að frádregnum vinningum og kostnaði, eða 780 milljónir króna. Tekjur Happdrætti Háskóla Íslands voru 595 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×