Nýi varamaðurinn íþróttafræðingur sem sá um rekstur á einkaþotum Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2015 10:25 Gréta Björg Egilsdóttir. Vísir Sjaldan hefur skipan varamanns í mannréttindaráð fengið jafn mikla athygli og þegar borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina ákváðu að skipa Gústaf Adolf Níelsson sem varamann. Sú skipan var dregin til baka og var Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, kjörin í hans stað í nótt. Gréta Björg er fertugur íþróttafræðingur úr Skerjafirðinum sem hefur að togast á milli líkamsræktargeirans og fluggeirans í gegnum starfsævina. Inni á kosningavef Ríkisútvarpsins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra, kemur fram að Gréta Björg kláraði þolfimikennararéttindi árið 1997 og vann í stuttan tíma við kennslu og í afgreiðslu hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns þegar það var og hét. Að loknu námi í ferðamálafræði hjá Ferðaskóla Flugleiða hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair og starfaði þar til ársins 2006 en þá hófu hún og eiginmaður hennar rekstur á fyrirtæki sem sá um rekstur á einkaþotum og starfaði hún bæði um borð sem og á skrifstofu fyrirtækisins. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hefur undanfarin tvö ár starfað sem íþróttafræðingur og þjónustustjóri hjá heilsuræktarfyrirtækinu Heilsuborg. Nokkrir borgarfulltrúar lýstu því yfir nótt að þeir myndu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og sagði Sigurður Björn Blöndal það hafa verið ábyrgðarleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina að skipa Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráði. Sagði Sigurður það vera vegna öfgafullra skoðana hans og taldi hann flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma“. Gréta Björg lýsti því yfir á fundinum að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs. Tengdar fréttir Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Sjaldan hefur skipan varamanns í mannréttindaráð fengið jafn mikla athygli og þegar borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina ákváðu að skipa Gústaf Adolf Níelsson sem varamann. Sú skipan var dregin til baka og var Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, kjörin í hans stað í nótt. Gréta Björg er fertugur íþróttafræðingur úr Skerjafirðinum sem hefur að togast á milli líkamsræktargeirans og fluggeirans í gegnum starfsævina. Inni á kosningavef Ríkisútvarpsins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra, kemur fram að Gréta Björg kláraði þolfimikennararéttindi árið 1997 og vann í stuttan tíma við kennslu og í afgreiðslu hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns þegar það var og hét. Að loknu námi í ferðamálafræði hjá Ferðaskóla Flugleiða hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair og starfaði þar til ársins 2006 en þá hófu hún og eiginmaður hennar rekstur á fyrirtæki sem sá um rekstur á einkaþotum og starfaði hún bæði um borð sem og á skrifstofu fyrirtækisins. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hefur undanfarin tvö ár starfað sem íþróttafræðingur og þjónustustjóri hjá heilsuræktarfyrirtækinu Heilsuborg. Nokkrir borgarfulltrúar lýstu því yfir nótt að þeir myndu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og sagði Sigurður Björn Blöndal það hafa verið ábyrgðarleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina að skipa Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráði. Sagði Sigurður það vera vegna öfgafullra skoðana hans og taldi hann flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma“. Gréta Björg lýsti því yfir á fundinum að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.
Tengdar fréttir Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36
Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01