Nýi varamaðurinn íþróttafræðingur sem sá um rekstur á einkaþotum Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2015 10:25 Gréta Björg Egilsdóttir. Vísir Sjaldan hefur skipan varamanns í mannréttindaráð fengið jafn mikla athygli og þegar borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina ákváðu að skipa Gústaf Adolf Níelsson sem varamann. Sú skipan var dregin til baka og var Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, kjörin í hans stað í nótt. Gréta Björg er fertugur íþróttafræðingur úr Skerjafirðinum sem hefur að togast á milli líkamsræktargeirans og fluggeirans í gegnum starfsævina. Inni á kosningavef Ríkisútvarpsins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra, kemur fram að Gréta Björg kláraði þolfimikennararéttindi árið 1997 og vann í stuttan tíma við kennslu og í afgreiðslu hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns þegar það var og hét. Að loknu námi í ferðamálafræði hjá Ferðaskóla Flugleiða hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair og starfaði þar til ársins 2006 en þá hófu hún og eiginmaður hennar rekstur á fyrirtæki sem sá um rekstur á einkaþotum og starfaði hún bæði um borð sem og á skrifstofu fyrirtækisins. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hefur undanfarin tvö ár starfað sem íþróttafræðingur og þjónustustjóri hjá heilsuræktarfyrirtækinu Heilsuborg. Nokkrir borgarfulltrúar lýstu því yfir nótt að þeir myndu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og sagði Sigurður Björn Blöndal það hafa verið ábyrgðarleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina að skipa Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráði. Sagði Sigurður það vera vegna öfgafullra skoðana hans og taldi hann flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma“. Gréta Björg lýsti því yfir á fundinum að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs. Tengdar fréttir Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Sjaldan hefur skipan varamanns í mannréttindaráð fengið jafn mikla athygli og þegar borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina ákváðu að skipa Gústaf Adolf Níelsson sem varamann. Sú skipan var dregin til baka og var Gréta Björg Egilsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, kjörin í hans stað í nótt. Gréta Björg er fertugur íþróttafræðingur úr Skerjafirðinum sem hefur að togast á milli líkamsræktargeirans og fluggeirans í gegnum starfsævina. Inni á kosningavef Ríkisútvarpsins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra, kemur fram að Gréta Björg kláraði þolfimikennararéttindi árið 1997 og vann í stuttan tíma við kennslu og í afgreiðslu hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns þegar það var og hét. Að loknu námi í ferðamálafræði hjá Ferðaskóla Flugleiða hóf hún störf sem flugfreyja hjá Icelandair og starfaði þar til ársins 2006 en þá hófu hún og eiginmaður hennar rekstur á fyrirtæki sem sá um rekstur á einkaþotum og starfaði hún bæði um borð sem og á skrifstofu fyrirtækisins. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og hefur undanfarin tvö ár starfað sem íþróttafræðingur og þjónustustjóri hjá heilsuræktarfyrirtækinu Heilsuborg. Nokkrir borgarfulltrúar lýstu því yfir nótt að þeir myndu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og sagði Sigurður Björn Blöndal það hafa verið ábyrgðarleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina að skipa Gústaf Níelsson sem varamann í mannréttindaráði. Sagði Sigurður það vera vegna öfgafullra skoðana hans og taldi hann flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma“. Gréta Björg lýsti því yfir á fundinum að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.
Tengdar fréttir Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19 Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36 Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. 4. febrúar 2015 08:19
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Erfiðir átta mánuðir borgarfulltrúa: Tóku ákvörðunina varðandi Gústaf sjálfar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir rangt að þær Sveinbjörg hafi verið "teknar á teppið“ af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. 2. febrúar 2015 10:36
Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð. 3. febrúar 2015 00:01