Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 13:40 Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira