Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði Heimir Már Pétursson skrifar 14. ágúst 2015 13:40 Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi áður en ákvörðun um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi voru teknar. Áhyggjur útflutningsaðila hafi verið kallaðar stormur í vatnsgalsi. Innflutningsbann Rússa muni hafa mikil áhrif á sjómenn, fiskverkafólk og milljónir manna í Rússlandi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir innflutnngsbannið hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins en hlutdeild þeirra afurða sem fara á rússlandsmarkað sé svipað og hjá HB Granda sem tilkynnti Kauphöllinni í gær að hlutfallið væri um 17 prósent af tekjum þess fyrirtækis. „En í hverju fyrirtæki eru starfsmenn. Þetta hefur mikil áhrif á okkar möguleika á að koma uppsjávarafurðum á markað. Það að sjálfsögðu bitnar annars vegar á sjómönnum og hins vegar fiskverkafólki hér á Íslandi. Í Rússlandi höfum við átt samskipti við mikið af fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtæki og markaðssetja íslenskan fisk. Það stendur að sjálfsögðu án vöru,“ segir Þorsteinn Már. Þá væru milljónir neytenda á íslenskum fiski í Rússlandi. Það væri mikill munur á refsiaðgerðum sem fælust í banni við sölu hergagna eins og refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og NATO gengju út á og banni á innflutningi á matvöru. „Þannig að þetta hittir mjög marga og þetta högg er miklu þyngra sem við lendum í Íslendingar og viðskiptavinir okkar í Rússlandi hledur en gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Þorsteinn Már. Forstjóri Samherja gagnrýnir utanríkisráðuneytið fyrir samráðsleysi við hagsmunaaðila þegar ákveðið var í upphafi að Íslendingar styddu refsiaðgerðirnar gagnvart Rússum. „Það fór ekkert samtal fram á milli utanríkisráðuneytisins og þeirra sem að í þessu starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Þegar við fórum að benda á það eða reyna að hafa samband við utanríkisráðuneytið og segja frá hvað við óttuðumst var svar utanríkisráðuneytisins að það væri ekkert að óttast í þessu máli. Okkar áhyggjur væru stormur í vatnsglasi,“ segir Þorsteinn Már Þetta sýni að menn verði að vinna heimavinnuna sína áður en svona ákvarðanir séu teknar. „Ég held að það hefði verið hægt að gera þetta á annan hátt vegna þess að ég held að þetta bitni á fólki sem kannski síst skyldi,“ segir Þorsteinn Már. Finnst þér þá að íslensk stjórnvöld ættu að endurskoða afstöðu sína til þessara þátttöku í refsiaðgerðunum og jafnvel láta af stuðningi við þær? „Ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst áminning um það að menn þurfi að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir taka slíkar ákvarðanir og búið er að taka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira