Dæmd fyrir að að bera rangar sakir upp á 8 manneskjur Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2015 19:49 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar eftir að hafa verið fundin sek um rangar sakargiftir. Konan var ákærð fyrir rangar sakargiftir fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði þann 16. febrúar árið 2012 og 8. mars síðast sama ár við skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5 og með skriflegum athugasemdum leitast við að 8 manneskjur yrðu sakaðar um kynferðisbrot, líkamsárás hótanir og ólögmæta nauðung.Sagði þau hafa veist að sér í sameiningu Konan sagði þau hafa í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Sagðist hún hafa verið sett í kalda sturtu, tekin hálstaki og kastað í gólf. Hún sagði fingri hafa verið stungið upp í endaþarm hennar og leggöng og kippt í getnaðarvarnalykkju svo hún hafi nær því misst meðvitund. Einnig sagði hún sprautunál hafa verið stungið í andlit hennar og leggöng og að henni hefði verið greint frá því að nú væri hún smituð lifrarbólgu C. Hún sagði að sterkum verkjalyfjum og rohypnol hefði verið neytt í hana, hún afklædd, tekin hálstaki og skellt upp við vegg og gengið yfir hana þar sem hún lá á gólfinu. Hún sagði að sér hefði verið hótað að sama yrði gert við sex ára gamlan son hennar eftir að fingri hafði verið stungið upp í endaþarm hennar og einnig að teknar hefðu verið hreyfimyndir af henni á meðan hún var nakin. Lögreglan hóf rannsókn vegna málsins og einn einstaklinganna sem konan bar sökum yfirheyrður sem sakborningur. Samkvæmt ákæru kom konan því til leiðar að einn þeirra sem hún bar sökum missti vinnu sína vegna málsins.Átti að hafa gerst eftir þorrablót Samkvæmt atvikalýsingu konunnar var brotið gegn henni í húsi þar sem hún hafði verið gestkomandi. Lýsti hún því að hún og eiginmaður hennar hafi farið á þorrablót sem haldið var 21. janúar 2012. Þau hafi gist hjá vinafólki sínu og á þorrablótinu hafi þau hitt fjölda fólks. Eftir þorrablótið fóru þau í eftirpartí hjá vinafólki sínu sem þau áttu gistingu hjá. Konan sagði að sér hefði liðið illa eftir að hafa drukkið áfengi í samkvæminu og farið að sofa. Skyndilega hafi hurð að herbergi hennar verið hrundið upp af húsráðanda. Hún sagði mann sinn hafa sofið á meðan fólk í samkvæminu ásakaði hana um að vera pilluætu og óhæfa móður og gefið í skyn að það væri henni að kenna að lyf hefðu horfið af elliheimili þar sm hún hefði verið að vinna. Fylgdu í kjölfarið misþyrmingar sem hún sakaði fólkið um.Engir áverkar eftir hrottaleg hálstök Fólkið sem kona bar sökum kærði hana fyrir rangar sakargiftir og var málið dómtekið 19. júní. síðastliðinn. Var það mat dómsins að konan væri ekki trúverðug í framburði sínum. Lýsti hún til að mynda hrottalegum hálstökum sem skildu ekki eftir sig áverka.Marblettir ekki eftir árás Þá leit dómurinn til þess að konan var skoðuð á neyðarmóttöku átján dögum eftir ætluð brot og aftur 25 dögum eftir ætluð brot. Fyrir seinni skoðunina komu fram marblettir á aftanverðum lærum sem að sögn konunnar voru afleiðing brotanna. Læknir á neyðarmóttöku lýsti því að mjög ólíklegt væri að marblettir sem komið hafi fram við síðari skoðun væru frá aðfaranótt 22. janúar árið 2012. Að mati dómsins stenst á engan hátt að marblettirnir á aftanverðum lærunum séu vegna atburða 22. janúar 2012.Stóðst ekki í ljós fyrra ástands Þá var litið til þess að kona lýsti því að hún hafi drukkið sterkt áfengi í samkvæminu eftir þorrablótið, auk þess sem hún sagði að troðið hefði verið ofan í hana töflu sem átti að vera rohypnol. Sagðist konan hafa nánast dottið út eftir þetta en dómurinn sagði hana engu að síður hafa geta lýst einstökum atriðum atburðarásarinnar eftir þetta, með einkar nákvæmum hætti, þar sem einstökum atriðum var lýst. Sagði dómurinn það ekki standast í ljósi fyrra ástands og lyfjainntökunnar. Þá var einnig litið til þess að konan var á allan hátt mjög hikandi í frásögn sinni fyrir dóminum og atburðarás meira og minna sundurslitin. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var konunni gert að greiða manneskjunum átta, hverri fyrir sig, 500 þúsund krónur í skaðabætur. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar eftir að hafa verið fundin sek um rangar sakargiftir. Konan var ákærð fyrir rangar sakargiftir fyrir að hafa með rangri kæru og röngum framburði þann 16. febrúar árið 2012 og 8. mars síðast sama ár við skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5 og með skriflegum athugasemdum leitast við að 8 manneskjur yrðu sakaðar um kynferðisbrot, líkamsárás hótanir og ólögmæta nauðung.Sagði þau hafa veist að sér í sameiningu Konan sagði þau hafa í sameiningu veist að henni með ofbeldi og hótað henni og fjölskyldu hennar. Sagðist hún hafa verið sett í kalda sturtu, tekin hálstaki og kastað í gólf. Hún sagði fingri hafa verið stungið upp í endaþarm hennar og leggöng og kippt í getnaðarvarnalykkju svo hún hafi nær því misst meðvitund. Einnig sagði hún sprautunál hafa verið stungið í andlit hennar og leggöng og að henni hefði verið greint frá því að nú væri hún smituð lifrarbólgu C. Hún sagði að sterkum verkjalyfjum og rohypnol hefði verið neytt í hana, hún afklædd, tekin hálstaki og skellt upp við vegg og gengið yfir hana þar sem hún lá á gólfinu. Hún sagði að sér hefði verið hótað að sama yrði gert við sex ára gamlan son hennar eftir að fingri hafði verið stungið upp í endaþarm hennar og einnig að teknar hefðu verið hreyfimyndir af henni á meðan hún var nakin. Lögreglan hóf rannsókn vegna málsins og einn einstaklinganna sem konan bar sökum yfirheyrður sem sakborningur. Samkvæmt ákæru kom konan því til leiðar að einn þeirra sem hún bar sökum missti vinnu sína vegna málsins.Átti að hafa gerst eftir þorrablót Samkvæmt atvikalýsingu konunnar var brotið gegn henni í húsi þar sem hún hafði verið gestkomandi. Lýsti hún því að hún og eiginmaður hennar hafi farið á þorrablót sem haldið var 21. janúar 2012. Þau hafi gist hjá vinafólki sínu og á þorrablótinu hafi þau hitt fjölda fólks. Eftir þorrablótið fóru þau í eftirpartí hjá vinafólki sínu sem þau áttu gistingu hjá. Konan sagði að sér hefði liðið illa eftir að hafa drukkið áfengi í samkvæminu og farið að sofa. Skyndilega hafi hurð að herbergi hennar verið hrundið upp af húsráðanda. Hún sagði mann sinn hafa sofið á meðan fólk í samkvæminu ásakaði hana um að vera pilluætu og óhæfa móður og gefið í skyn að það væri henni að kenna að lyf hefðu horfið af elliheimili þar sm hún hefði verið að vinna. Fylgdu í kjölfarið misþyrmingar sem hún sakaði fólkið um.Engir áverkar eftir hrottaleg hálstök Fólkið sem kona bar sökum kærði hana fyrir rangar sakargiftir og var málið dómtekið 19. júní. síðastliðinn. Var það mat dómsins að konan væri ekki trúverðug í framburði sínum. Lýsti hún til að mynda hrottalegum hálstökum sem skildu ekki eftir sig áverka.Marblettir ekki eftir árás Þá leit dómurinn til þess að konan var skoðuð á neyðarmóttöku átján dögum eftir ætluð brot og aftur 25 dögum eftir ætluð brot. Fyrir seinni skoðunina komu fram marblettir á aftanverðum lærum sem að sögn konunnar voru afleiðing brotanna. Læknir á neyðarmóttöku lýsti því að mjög ólíklegt væri að marblettir sem komið hafi fram við síðari skoðun væru frá aðfaranótt 22. janúar árið 2012. Að mati dómsins stenst á engan hátt að marblettirnir á aftanverðum lærunum séu vegna atburða 22. janúar 2012.Stóðst ekki í ljós fyrra ástands Þá var litið til þess að kona lýsti því að hún hafi drukkið sterkt áfengi í samkvæminu eftir þorrablótið, auk þess sem hún sagði að troðið hefði verið ofan í hana töflu sem átti að vera rohypnol. Sagðist konan hafa nánast dottið út eftir þetta en dómurinn sagði hana engu að síður hafa geta lýst einstökum atriðum atburðarásarinnar eftir þetta, með einkar nákvæmum hætti, þar sem einstökum atriðum var lýst. Sagði dómurinn það ekki standast í ljósi fyrra ástands og lyfjainntökunnar. Þá var einnig litið til þess að konan var á allan hátt mjög hikandi í frásögn sinni fyrir dóminum og atburðarás meira og minna sundurslitin. Auk skilorðsbundinnar fangelsisvistar var konunni gert að greiða manneskjunum átta, hverri fyrir sig, 500 þúsund krónur í skaðabætur.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira