Í fyrsta sæti keppninnar og þarf stuðning þjóðarinnar til að halda sér þar Guðrún Ansnes skrifar 14. apríl 2015 10:00 Stefán Atli er sigurstranglegur en þarf að hafa sig allan við til að halda sér í fyrsta sæti. Vísir/Daníel Örn „Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira