Á annað hundrað milljóna í byggðaaðgerðir á NV-landi Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Stefán Vagn Stefánsson Ríflega eitt hundrað milljónum verður varið til eflingar atvinnu á Norðurlandi vestra. Farið verður af stað í nokkur verkefni sem svokölluð Norðvesturnefnd lagði til í skýrslu til forsætisráðherra sem lið í að efla byggð og atvinnutækifæri í landshlutanum. Þetta kemur fram í breytingartillögum ráðuneytanna við fjárlagagerðina sem nú er í vinnslu á Alþingi. Engar tillögur nefndarinnar voru inni í fyrstu gerð fjárlaga. Formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Stefán Vagn Stefánsson, var formaður Norðvesturnefndarinnar. Auk Stefáns Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Stefán Vagn segist vera nokkuð ánægður með það sem hann sjái í kortunum. „Svo virðist sem nokkur verkefni séu að verða að veruleika sem er ánægjuefni fyrir landshlutann,“ segir Stefán Vagn. Setja á tíu milljónir króna í bíódísilframleiðslu á Blönduósi, þrjátíu til viðbótar í frumkvöðlasetur í tengslum við Piopol ehf., 45 milljónir fara í eflingu selarannsókna í landshlutanum auk þess sem nýsköp unar- og frumkvöðlasetur á Sauðárkróki fær 14 milljónir. Annar sjóður, atvinnu- og nýsköpunarsjóður á Norðurlandi vestra, fær 10 milljónir. Að endingu mun svo Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga fá 35 milljóna króna framlag til að ráða starfsfólk svo hægt sé að fullnýta húsnæði stofnunarinnar. Aldraðir og veikir einstaklingar í nágrenni við Hvammstanga hafa upp á síðkastið þurft að leggjast inn í hvíld í Stykkishólmi, á Akranesi eða í Reykjavík, fjarri heimahögum og fjölskyldum. Átta tillögur nefndarinnar fjölluðu um flutning opinberra starfa. Þar var um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Svo virðist sem þær tillögur hafi ekki náð fram að ganga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að um 6,7 milljarða útgjaldaauki fælist í breytingartillögum ráðuneytanna. Að mati formanns fjárlaganefndar eru tillögurnar allar í þá átt að styrkja grunnstoðir samfélagsins. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Ríflega eitt hundrað milljónum verður varið til eflingar atvinnu á Norðurlandi vestra. Farið verður af stað í nokkur verkefni sem svokölluð Norðvesturnefnd lagði til í skýrslu til forsætisráðherra sem lið í að efla byggð og atvinnutækifæri í landshlutanum. Þetta kemur fram í breytingartillögum ráðuneytanna við fjárlagagerðina sem nú er í vinnslu á Alþingi. Engar tillögur nefndarinnar voru inni í fyrstu gerð fjárlaga. Formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Stefán Vagn Stefánsson, var formaður Norðvesturnefndarinnar. Auk Stefáns Vagns sátu í nefndinni Héðinn Unnsteinsson frá forsætisráðuneytinu, Sigríður Svavarsdóttir frá sveitarfélaginu Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, og Valgerður Hilmarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, starfaði einnig með nefndinni. Stefán Vagn segist vera nokkuð ánægður með það sem hann sjái í kortunum. „Svo virðist sem nokkur verkefni séu að verða að veruleika sem er ánægjuefni fyrir landshlutann,“ segir Stefán Vagn. Setja á tíu milljónir króna í bíódísilframleiðslu á Blönduósi, þrjátíu til viðbótar í frumkvöðlasetur í tengslum við Piopol ehf., 45 milljónir fara í eflingu selarannsókna í landshlutanum auk þess sem nýsköp unar- og frumkvöðlasetur á Sauðárkróki fær 14 milljónir. Annar sjóður, atvinnu- og nýsköpunarsjóður á Norðurlandi vestra, fær 10 milljónir. Að endingu mun svo Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga fá 35 milljóna króna framlag til að ráða starfsfólk svo hægt sé að fullnýta húsnæði stofnunarinnar. Aldraðir og veikir einstaklingar í nágrenni við Hvammstanga hafa upp á síðkastið þurft að leggjast inn í hvíld í Stykkishólmi, á Akranesi eða í Reykjavík, fjarri heimahögum og fjölskyldum. Átta tillögur nefndarinnar fjölluðu um flutning opinberra starfa. Þar var um að ræða tæplega 90 stöðugildi. Svo virðist sem þær tillögur hafi ekki náð fram að ganga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að um 6,7 milljarða útgjaldaauki fælist í breytingartillögum ráðuneytanna. Að mati formanns fjárlaganefndar eru tillögurnar allar í þá átt að styrkja grunnstoðir samfélagsins.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira