Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2015 15:00 Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. visir/valli/andri marino Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00