Dæmdur fyrir frelsissviptingu í síðustu viku og fær 19 milljónir í bætur í þessari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2015 15:54 Sigurþór rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku. Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Sigurþóri Arnarssyni tæplega nítján milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna rúmlega tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í maí 1998 fyrir aðild að líkamsárás á veitingastaðnum Vegas á horni Frakkastígs og Laugavegs í miðbæ Reykjavíkur. Sigurþór var upphaflega sýknaður í héraðsdómi en Hæstiréttur sneri dómnum við.Sigurþór leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og kærði málsmeðferðina hér á landi á þeim forsendum að Hæstiréttur hefði byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum úr héraðsdómi án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða Sigurþór sjálfan. Slík málsmeðferð bryti í bága við lagagreinar mannréttindasáttamála Evrópu. Sigurþór vann málið. Sigurþór fór í kjölfarið fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti haustið 2011 og með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var hann sýknaður af sök í málinu. Stefndi hann því íslenska ríkinu vegna málsins og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í desember 2012 þegar Hæstiréttur sýknaði Sigurþór.Sat inni í 477 daga Í dómnum segir að við ákvörðun miskabót verði að nokkru leyti að endurspegla viðhorf réttaríksins til þeirra alvarlegu og stórfelldu brotalama sem voru á meðferð máls hans í réttarkerfinu og urðu til þess að hann afplánaði saklaus fangelsisdóm í 477 daga fyrir afar alvarlegt brot. Hins vegar var héraðsdómur í þeirri erfiðu stöðu að engin fordæmi eru fyrir málinu hér á landi, það sé algjört einsdæmi í íslenskri réttarframkvæmd. Þóttu tvær milljónir króna hæfilegar miskabætur vegna sakfellingarinnar og 14,3 milljónir króna fyrir að hafa afplánað 477 daga refsivist í fangelsi á grundvelli dómsins. Þá þótti rétt að ríkið greiddi honum 2,4 milljónir króna fyrir það fjárhagslega tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna fangelsisvistarinnar sem hafi gert honum ómögulegt að afla sér tekna, hvort sem er með vinnu eða atvinnurekstri. Í heildina þarf ríkið því að greiða Sigurþóri 18,7 milljónir króna. Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins í málinu, sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort dómnum yrði áfrýjað. Hann væri nýfallinn og yrði tekinn til skoðunar í ráðuneytinu.Dæmdur fyrir frelsissviptingu Sigurþór Arnarsson var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að svipta konu frelsi sínu í Hvalfjarðarsveit í nóvember 2012. Maki Sigurþórs hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt í málinu. Voru þau dæmd til að greiða konunni hálfa milljón króna í skaðabætur en fjallað var um málið á Vísi í síðustu viku.
Tengdar fréttir Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38 Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. 6. desember 2012 18:38
Par dæmt fyrir að svipta konu frelsi í Hvalfjarðarsveit Sannað að konan þurfti að sæta nauðung og frelsissviptingu. 19. nóvember 2015 11:44