Myndin fjallar um fimm unglinga sem þurfa að koma í skólann á laugardegi í eftirsetu. Þau eru hvert úr sínum hópnum innan skólans. Eftir heilan dag saman í eftirsetunni komast þau að því að þau hafa öll mun meira upp á að bjóða heldur en steríótýpurnar sem þau hafa álitið sjálf sig vera.
Með aðalhlutverk í myndinni fara Emilio Estevez, Judd Nelson, Molly Ringwald, Anthony Hall og Ally Sheedy. Öll þeirra eru talin hafa náð hápunkti á ferlinum í myndinni en ekkert þeirra hefur leikið stórt hlutverk í þekktri mynd síðan nema Anthony Hall, en hann var með sína eigin sjónvarpsseríu og lék í Batman og Edward Scissorhands. Kennarinn sem sat yfir þeim í myndinni, leikarinn Paul Gleason, er hins vegar þekktari, en frammistaða hans í myndinni er talin einstaklega góð.

Myndin hefur slegið svo í gegn að í dag eru veitingastaðir í London sem bera heitið Breakfast Club ásamt því að einn vinsælasti útvarpsþátturinn í Bandaríkjunum ber sama nafn.
John Hughes, leikstjóra myndarinnar, bregður aðeins fyrir í henni. Hann leikur föður íþróttamannsins Brians og sækir hann í skólann. Öll útiskotin af skólanum í myndinni eru af menntaskólanum sem John Hughes gekk í, Blenbrook North High School. Nafn myndarinnar kom frá syni vinar leikstjórans en hann og vinir hans kölluðu það að sitja eftir í skólanum Breakfast club.