Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2015 12:45 Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar. Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52