Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 18:30 Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta. Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta.
Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels