Vanilla Ice, Salt-N-Pepa og Haddaway með tónleika á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2015 15:32 Björgvin Rúnarsson boðar sannkallað „nostalgíupartý“ í Vodafone-höllinni þann 6. febrúar á næsta ári. Tímasetninguna segist Björgvin hafa ákveðið með tilliti til myrkursins því að tilvalið sé að létta landanum lundina í svartasta skammdeginu. Tónlistarmennirnir Vanilla Ice, Salt-N-Peppa, Snap, Dr. Alban og Haddaway munu koma fram á tónleikunum en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið sjóðandi heitir á tíunda áratugnum.Sjá einnig:Tímavélin - Þegar Britney, Will Smith og Puff Daddy áttu sviðið Björgvin var gestur hjá Valtý og Jóa á Bylgjunni í dag en þar sagði Björgvin jafnframt að „aðalkóngurinn“ Herbert Guðmundsson kæmi líka fram á tónleikunum. „Það ískraði í honum - hann hlakkaði svo til,“ sagði Björgvin sem ræddi við Herbert í gærkvöldi. Viðtalið við Björgvin má heyra í spilaranum hér að ofan en að neðan má heyra helstu slagarana með erlendu listamönnunum fimm og okkar eina sanna Herberti Guðmundssyni. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björgvin Rúnarsson boðar sannkallað „nostalgíupartý“ í Vodafone-höllinni þann 6. febrúar á næsta ári. Tímasetninguna segist Björgvin hafa ákveðið með tilliti til myrkursins því að tilvalið sé að létta landanum lundina í svartasta skammdeginu. Tónlistarmennirnir Vanilla Ice, Salt-N-Peppa, Snap, Dr. Alban og Haddaway munu koma fram á tónleikunum en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið sjóðandi heitir á tíunda áratugnum.Sjá einnig:Tímavélin - Þegar Britney, Will Smith og Puff Daddy áttu sviðið Björgvin var gestur hjá Valtý og Jóa á Bylgjunni í dag en þar sagði Björgvin jafnframt að „aðalkóngurinn“ Herbert Guðmundsson kæmi líka fram á tónleikunum. „Það ískraði í honum - hann hlakkaði svo til,“ sagði Björgvin sem ræddi við Herbert í gærkvöldi. Viðtalið við Björgvin má heyra í spilaranum hér að ofan en að neðan má heyra helstu slagarana með erlendu listamönnunum fimm og okkar eina sanna Herberti Guðmundssyni.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira