Merkel segir nýja samninginn síðasta séns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Angela Merkel tekur niðurstöðum gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð.
Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00