Fastur á Kleifaheiði í óveðri í sex tíma og sér fram á að vera þar í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 17:02 Páll segist eiga eftir tæpt strik á olíugeyminum og að kyndingin hafi ekki svikið hann enn. „Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“ Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“
Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52
Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46
Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49