„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 18:00 Sýrlenska stúlkan Julia sem hefur verið á flótta næstum hálfa ævi sína. mynd/kinan kadouni Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
„Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02