Teiknaði Eurovision: Vinsælasta myndin hápólitísk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 16:45 Rán teiknaði keppnina í gær. Vísir/Instagram/Sigríður Þóra Rán Flygenring teiknari vakti athygli margra í gærkvöldi þegar hún tók sig til í þriðja skiptið og teiknaði Eurovision keppnina. Hún birti myndirnar á Instagram á meðan á keppninni stóð. „Maður nær náttúrulega ekki mikið að heyra af lögunum. En þetta er var mjög gaman og miklar undirtektir.“ voting pattern theory #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 #esc A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 3:03pm PDT Vinsælasta mynd Ránar var hápólitísk og í henni fólst ádeila á stigagjöf keppninnar. Rán segir vinsælustu myndirnar oftast fela í sér ádeilu. „Ég fékk í fyrsta skiptið svona neikvætt komment sem mér fannst æðislegt,“ sagði Rán hæstánægð. Neikvæðu ummælin voru á mynd af lettnesku söngkonunni þar sem hún sést syngja baðandi út öllum örmum, öllum níu. „Ég hef kannski verið eitthvað móðgandi við það framlag,“ viðurkenndi Rán. „Það er náttúrulega ekki hægt að þóknast öllum.“ Rán er starfandi teiknari en hún hóf að teikna viðburði af þessu tagi þegar hún starfaði sem hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011. „Þetta er hluti af svona hliðarverkefni sem ég hef verið að vinna í svolítinn tíma að teikna meira fréttatengt efni.“ Rán kallar þennan teiknistíl „illustrated journalism“ eða teikniblaðamennsku. flott lattvía #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:41pm PDT En fellur þetta undir skopmyndateikningar? „Þetta er ekki langt frá skopmyndateikningu en það er afar takmarkandi orð,“ svaraði Rán eftir nokkra umhugsun. Rán hefur teiknað ráðstefnu, brúðkaup, lífið í miðborg Reykjavíkur, hönnunarmars og meira að segja heimsókn í SOS barnaþorp í Zimbabve. smá kjólavesen hjà greece #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:24pm PDT „Það er alls konar sem hægt er að skrifa og svo eru ljósmyndir. Teikning er þarna á milli. Ljósmyndir eru oft teknar sem raunveruleiki þrátt fyrir að hann sé ekki endilega réttur. Hins vegar er enginn að ætlast til þess að teiknarinn teikni raunveruleikann. Fólk veit að þetta eru skilaboð teiknarans. Þannig felst í teikningu meira frelsi myndi ég segja, já.“ Eurovision söngvakeppnin var góð teikniæfing. Það þarf að vinna ansi hratt til þess að halda í við keppnina og því gefst lítill tími fyrir ritskoðun. Rán er stödd í Eistlandi um þessar mundir en hún teiknaði einmitt eistneska atriðið í gær. „Það var langskemmtilegast að teikna stóru konuna. Hvaðan var hún aftur?“ spyr Rán og á við söngkonuna Bojana Stamenov fá Serbíu. „Hún komst ekki fyrir á einni mynd,“ segir Rán glettin og hlær. serbia pt 1/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:52pm PDT serbia pt. 2/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:53pm PDT Eurovision Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Rán Flygenring teiknari vakti athygli margra í gærkvöldi þegar hún tók sig til í þriðja skiptið og teiknaði Eurovision keppnina. Hún birti myndirnar á Instagram á meðan á keppninni stóð. „Maður nær náttúrulega ekki mikið að heyra af lögunum. En þetta er var mjög gaman og miklar undirtektir.“ voting pattern theory #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 #esc A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 3:03pm PDT Vinsælasta mynd Ránar var hápólitísk og í henni fólst ádeila á stigagjöf keppninnar. Rán segir vinsælustu myndirnar oftast fela í sér ádeilu. „Ég fékk í fyrsta skiptið svona neikvætt komment sem mér fannst æðislegt,“ sagði Rán hæstánægð. Neikvæðu ummælin voru á mynd af lettnesku söngkonunni þar sem hún sést syngja baðandi út öllum örmum, öllum níu. „Ég hef kannski verið eitthvað móðgandi við það framlag,“ viðurkenndi Rán. „Það er náttúrulega ekki hægt að þóknast öllum.“ Rán er starfandi teiknari en hún hóf að teikna viðburði af þessu tagi þegar hún starfaði sem hirðteiknari Reykjavíkurborgar sumarið 2011. „Þetta er hluti af svona hliðarverkefni sem ég hef verið að vinna í svolítinn tíma að teikna meira fréttatengt efni.“ Rán kallar þennan teiknistíl „illustrated journalism“ eða teikniblaðamennsku. flott lattvía #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:41pm PDT En fellur þetta undir skopmyndateikningar? „Þetta er ekki langt frá skopmyndateikningu en það er afar takmarkandi orð,“ svaraði Rán eftir nokkra umhugsun. Rán hefur teiknað ráðstefnu, brúðkaup, lífið í miðborg Reykjavíkur, hönnunarmars og meira að segja heimsókn í SOS barnaþorp í Zimbabve. smá kjólavesen hjà greece #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig #eurovision2015 A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 1:24pm PDT „Það er alls konar sem hægt er að skrifa og svo eru ljósmyndir. Teikning er þarna á milli. Ljósmyndir eru oft teknar sem raunveruleiki þrátt fyrir að hann sé ekki endilega réttur. Hins vegar er enginn að ætlast til þess að teiknarinn teikni raunveruleikann. Fólk veit að þetta eru skilaboð teiknarans. Þannig felst í teikningu meira frelsi myndi ég segja, já.“ Eurovision söngvakeppnin var góð teikniæfing. Það þarf að vinna ansi hratt til þess að halda í við keppnina og því gefst lítill tími fyrir ritskoðun. Rán er stödd í Eistlandi um þessar mundir en hún teiknaði einmitt eistneska atriðið í gær. „Það var langskemmtilegast að teikna stóru konuna. Hvaðan var hún aftur?“ spyr Rán og á við söngkonuna Bojana Stamenov fá Serbíu. „Hún komst ekki fyrir á einni mynd,“ segir Rán glettin og hlær. serbia pt 1/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:52pm PDT serbia pt. 2/2 #eurovision #júróvisjón #livefeed #illustrated #12stig A photo posted by Rán Flygenring (@ranflygenring) on May 23, 2015 at 12:53pm PDT
Eurovision Tengdar fréttir Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02 Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11 Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Íslenskir kjósendur vildu gefa Ítalíu 12 stig Dómnefndin setti tríóið hins vegar í ellefta sæti. 24. maí 2015 13:02
Íslendingar fengu flest stig frá Aserum Noregur og Svíþjóð gáfu Íslandi samtals 4 stig. 24. maí 2015 10:11
Ítalir sigruðu í símakosningu Måns Zelmerlöw var ekki jafnvinsæll meðal kjósenda í Evrópu og hann var meðal dómnefnda. 24. maí 2015 10:31
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44