Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 14:15 vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skattahækkanir komi til greina ef samið verði um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Staðan á vinnumarkaði er eins sú eldfimasta í rúmlega aldarfjórðung. Áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu og hafa þau bitnað illa á heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu og fasteignamarkaðnum. Talið er að tjónið verði enn meira í sumar en Landssamband íslenskra verslunarmanna, Flóabandalagið og Starfsgreinasambandið hafa boðað til allsherjarverkfalls hinn 6. júní ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að vinnudeilurnar væri óvenju pólitískar að þessu sinni. „Mér finnst þetta vera óvenju pólitískar vinnudeilur núna og ég held að ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu launþeganna heldur af hálfu margra forystumanna launþegahreyfingarinnar sem að mínu mati ganga sumir hverjir, alls ekki allir, en sumir hverjir alltof langt í að nota stöðu sína sem trúnaðarmenn þessara félaga í pólitískum tilgangi.”Fáar leiðir til að bregðast við þenslu Sigmundur Davíð sagði að það væru hagsmunir allra að tryggja að ekki yrðu gerðir kjarasamningar sem ógnuðu verðstöðugleika. Seðlabankinn hefur áður boðað mögulegar vaxtahækkanir til að bregðast við þenslu. Forsætisráðherra sagði í þættinum að skattahækkanir kæmu einnig til greina sem úrræði til að bregðast við samningum sem ógnuðu verðstöðugleika. „Þá er þetta bara ein af þeim aðgerðum sem að menn auðvitað líta til og hafa gert í gegnum tíðina þegar verið er að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist munu þurfa að hækka vexti. Hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt, til þess að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu. Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn. En ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira