Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 19:25 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31