Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Verksmiðja Silicor Materials verður innan við þær verksmiðjur sem þegar standa við Hvalfjörð. Fréttablaðið/Pjetur „Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
„Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira