Ný stofnun verði í Skagafirði sveinn arnarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Samkvæmt tillögu nefndar á vegum forsætisráðherra munu um eitt hundrað störf færast til Skagafjarðar á næstu árum. Fréttablaðið/Pjetur Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“ Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira