Bauð sjálfur í eigin disk: „Sennilega föngulegur safngripur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Hlynur ásamt gripnum sem er til sölu. „Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“ Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er platan SP sem við gáfum út árið 2001 rétt áður en rappbylgjan skall á af fullum þunga,“ segir Hlynur Ingólfsson en á árum áður var hann einn meðlima akureyrsku hljómsveitarinnar Skyttnanna. Fyrir skemmstu var eintak af disknum til sölu í hópnum Gamalt íslenskt hiphop og Hlynur bauð í sinn eigin disk. „Mér finnst hálfkjánalegt að bjóða í eigin disk en mig langar að eiga þetta. Ég átti eintak en það hefur einhver rænt því eða það týnst í flutningum. Ég sé svolítið eftir því þar sem ég á ekki einu sinni stafrænar útgáfur af öllum lögunum þarna.“ Meðal laga á plötunni má nefna MC Sökker og Ég geri það sem ég vil en alls voru níu lög á henni. Plötuna er hvergi að finna á vefnum þó að einhver laga hennar megi finna á Youtube. Líkt og áður segir kom gripurinn út árið 2001 en þá voru meðlimir sveitarinnar flestir í kringum sextán ára gamlir. „Við tókum allt upp sjálfir og skrifuðum sjálfir á geisladiska sem við höfðum keypt. Prentuðum umslagið út sjálfir og tússuðum á diskana. Maður þurfti að redda sér,“ segir Hlynur. „Alls held ég að það hafi verið gerð sjötíu eintök sem seldust ágætlega. Mig minnir að þær hafi verið seldar í SMASH eða Brim fyrir sunnan og selst upp eftir að Ég geri það sem ég vil byrjaði að fá spilun í útvarpi.“ „Ég bauð 2.999 krónur í gripinn sem er það sama og ég borgaði fyrir nýju Gísla Pálma plötuna. Því var hafnað enda platan sennilega föngulegur safngripur.“ Skytturnar hafa ekki komið saman í fullri mynd síðan árið 2010 er þær spiluðu í afmæli landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í Sjallanum. „Ef tilefnið er rétt er aldrei að vita annað en eitthvað gerist aftur. Ég hef rappið sem áhugamál fyrir mig og tek vers og vers með góðum vinum.“
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“